Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27. janúar 1756 í Salzburg, Austurríki – nákvæmlega 250 árum áður en þetta er skrifað. Mozart er talinn eitt merkasta tónskáld allra tíma og tónverk hans eru orðin að nokkurs konar erkidæmum um klassíska tónlist.
Snillingurinn W. A. Mozart (1756-1791) var ótrúlega afkastamikið og fjölhæft tónskáld.
Eins og alþekkt er byrjaði Mozart að semja tónlist þegar hann var aðeins barn að aldri, þótt fyrstu verkin væru ekki ýkja merkileg. Mozart var afkastamikið tónskáld og samdi um sína stuttu ævi fjölda verka af nær öllum gerðum, þar á meðal: Óratóríur (trúarleg verk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit), kantötur (verk fyrir söng og hljóðfæri), mótettur (trúarleg verk fyrir kór), sónötur (kaflaskipt einleiksverk), konserta, sinfóníur, strengjakvartetta og -kvintetta og svo auðvitað óperur. Lætur nærri að verk Mozarts séu um 600 talsins.
Taflan hér á eftir sýnir nokkur tónverk Mozarts í aldursröð:
1761
Andante í C
Fyrsta varðveitta verk Mozarts
1761
Allegro í F
Fyrsta tölusetta verkið
1786
Brúðkaup Fígarós
Skopópera
1787
Eine kleine Nachtmusik
Verk fyrir tvær fiðlur, víólu og selló
1787
Don Giovanni
Ópera
1790
Così fan tutte
Skopópera
1791
Töfraflautan (Die Zauberflöte)
Ópera
1791
Sálumessa í D-moll
Óklárað hinsta verk
Hér má svo nálgast nokkur tóndæmi úr verkum Mozarts. Athugið að nota þarf tónlistarforrit sem styðja skrár með endinguna .ogg (svo sem forritið VLC media player sem má hala niður hér).
Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu mörg tónverk samdi Mozart?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5599.
Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 27. janúar). Hversu mörg tónverk samdi Mozart? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5599
Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu mörg tónverk samdi Mozart?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5599>.