Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?

Allyson Macdonald

Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar og aðrir skólastjórnendur ákvarða tímaáætlun skóla sinna, hvaða kennsluefni skuli notað og hvernig kennarar eigi að sinna vinnu sinni. Kennararnir ákveða hvaða verkefni skal vinna í hverjum bekk og hvernig þau skuli metin. Stundum geta nemendur og foreldrar þeirra líka haft áhrif á þessar ákvarðanir. Áhugamál og geta nemendanna móta bekkjarstarfið, sem er að sínu leyti undir áhrifum bæði frá fjölskyldu og vinum. Framangreint fer fram í hnattvæddu samfélagi sem þarf að stjórna nútímahagkerfi, tryggja góða menntun þjóðarinnar og veita þegnum sínum viðeigandi þjónustu.

Margir hafa gert að umtalsefni örar samfélagsbreytingar nútímans, upplýsingatækni í skólastarfi, upplýsingaöldina og menntun á 21. öldinni. Hvernig má búast við að menntun breytist á næstu árum eða áratugum og hvaða áhrif gætu þær breytingar haft á kennslu og nám?

Í fyrsta lagi mun nemendum fjölga í skólum; í háskólum og hvers konar framhaldsnámi jafnt sem símenntun. Þar með má reikna með að hæfni og áhugasvið nemenda í skóla verði breiðara en verið hefur til þessa þar sem stærri hluti þegna samfélagsins verður í skóla. Gera má ráð fyrir að námsmenn vilji eiga kost á sveigjanleika í námi, að þeir muni reikna með að geta nýtt sér upplýsingatækni í því skyni og að þeir geri miklar kröfur jafnt til kennara sinna og námsins sjálfs. Foreldrar eru líklegir til að gera kröfur fyrir hönd barna sinna í auknum mæli. Námsmennirnir munu ef að líkum lætur lifa í samfélagi sem gerir kröfur um mikla færni jafnt sem þekkingu og alþjóðasamfélagi sem stjórnast að miklu leyti af hnattvæðingu og markaðshagsmunum. Sumt er þegar vitað að verði miklsvægt, svo sem að kunna að nýta sér upplýsingatækni og að geta unnið með öðru fólki.


Skólar munu leggja mikla áherslu á upplýsingatækni.

Þróun námskenninga á síðastliðnum 20-30 árum hefur leitt í ljós ýmislegt nýtt um mikilvægi félagslegra, menningarlegra og sögulegra þátta sem áhrifavalda í námi, ásamt því að þróun hefur orðið í rannsóknum á greind og því hvernig heilinn vinnur úr upplýsingum. Þá hefur athygli beinst að ólíkum þörfum einstakra nemenda og mikilvægi þess að koma til móts við bæði námsþarfir og áhugasvið nemenda sem einstaklinga.

Nýjum nemum og nýjum kenningum fylgja breytingar á skólabyggingum og notkun þeirra. Gera má ráð fyrir að nokkrar venjulegar kennslustofur verði í skólum framtíðarinnar en það er líka hægt að búast við að meira verði um opin rými og vinnusvæði, tækninýjungar og nám í blönduðum aldurshópum.

Líklegt er að það skólakerfi sem við þekkjum í dag muni riðlast. Aukna áherslu mun þurfa að leggja á námsmatskerfi sem geyma upplýsingar um námsferil hvers og eins nemanda. Einnig gæti áherslan færst frá mati á þekkingu yfir í mat á færni sem gæti að hluta til byggst á sjálfsmati. Aðalnámskrá og endurskoðun hennar á að vera umræðugrundvöllur um markmið menntunar og stuðningur við aðgerðir til að koma á nýjum starfsháttum hefur áhrif á það hvort og hvernig nýja sýnin á nám og menntun verði að veruleika.

Þær breytingar sem hér hafa verið reifaðar gera miklar kröfur til kennara og þeir þurfa góða menntun til að standa undir þeim kröfum. Þeir þurfa í auknum mæli að vera færir um að vinna teymisvinnu sem snertir hvers konar inntak og skipulag náms og geta notað til þess margs konar miðla. Forystu og sýn sem ræður stefnu í menntamálum, sérstaklega hvað varðar stefnumörkun, þyrfti að dreifa á margar menntastofnanir; þar þyrftu kennarar að gegna lykilhlutverki. Þróun skólans sem stofnunar verður mikilvæg.

Niðurstöður menntarannsókna, nýjar stefnur í menntamálum og ný tækni leiða ekki sjálfkrafa til þess að kennarar og skólar breytist. Rannsóknir á breytingum benda til þess að kennarar breyti ekki svo glatt hefðbundnum kennsluháttum og taki upp nýja ef nýjungarnar eru ekki í samræmi við reynslu þeirra og trú á hvað reynist vel í skólastarfi.

Það sem er og hefur lengi virkað í skólum er að kenna eftir stundatöflu þar sem námsefninu er skipað niður eftir námsgreinum og kennarar eru sérfræðingar hver í sinni grein. Flestir kenna heilum bekkjum og geta þannig stjórnað námsframvindunni. Færnismiðuð nálgun sem leggur áherslu á einstaklingsmiðaðar þarfir kallar á annars konar námskrá, öðruvísi kennsluaðferðir og nýjan forystustíl. Stjórnskipulagið og valdakerfi innan skólanna og samkomulag um hvað skuli kenna breyta því á hvern hátt kennarar vinna og þróast í starfi.

Að lokum komum við aftur að nemendunum sjálfum. Finna verður leiðir til að nota nýja tækni og breytta kennsluhætti til að vekja áhuga nemenda og stuðla að því að trú þeirra á eigin dug til náms eflist. Líklegt er að námsmenn framtíðarinnar muni lifa og starfa í heimi þar sem togstreita verður milli væntinga sem gerðar eru til þeirra, þar sem hagkerfið tekur örum breytingum, þar sem merking hugtaka eins og vinnu og frítíma, fjölskyldu og samfélags er breytingum undirorpin. Brýnasta markmið menntunar verður að mennta fólk sem treystir sér og hefur hæfileika til að takast á við breytileg viðfangsefni, ber virðingu fyrir öðrum og getur lagt sitt af mörkun til samfélagsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

  • Mynd af bókasafni er af Logoweb. UMDNJ.
  • Mynd af stelpum að vinna í tölvum er af Virtual tour. Walthamstow Hall.
  • Mynd af kennara og nemanda er af Purdue news. Purdue University.

Höfundur

prófessor við Kennaraháskóla Íslands

Útgáfudagur

30.1.2006

Spyrjandi

Sólveig Björnsdóttir

Tilvísun

Allyson Macdonald. „Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum? “ Vísindavefurinn, 30. janúar 2006. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5602.

Allyson Macdonald. (2006, 30. janúar). Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5602

Allyson Macdonald. „Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum? “ Vísindavefurinn. 30. jan. 2006. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5602>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar og aðrir skólastjórnendur ákvarða tímaáætlun skóla sinna, hvaða kennsluefni skuli notað og hvernig kennarar eigi að sinna vinnu sinni. Kennararnir ákveða hvaða verkefni skal vinna í hverjum bekk og hvernig þau skuli metin. Stundum geta nemendur og foreldrar þeirra líka haft áhrif á þessar ákvarðanir. Áhugamál og geta nemendanna móta bekkjarstarfið, sem er að sínu leyti undir áhrifum bæði frá fjölskyldu og vinum. Framangreint fer fram í hnattvæddu samfélagi sem þarf að stjórna nútímahagkerfi, tryggja góða menntun þjóðarinnar og veita þegnum sínum viðeigandi þjónustu.

Margir hafa gert að umtalsefni örar samfélagsbreytingar nútímans, upplýsingatækni í skólastarfi, upplýsingaöldina og menntun á 21. öldinni. Hvernig má búast við að menntun breytist á næstu árum eða áratugum og hvaða áhrif gætu þær breytingar haft á kennslu og nám?

Í fyrsta lagi mun nemendum fjölga í skólum; í háskólum og hvers konar framhaldsnámi jafnt sem símenntun. Þar með má reikna með að hæfni og áhugasvið nemenda í skóla verði breiðara en verið hefur til þessa þar sem stærri hluti þegna samfélagsins verður í skóla. Gera má ráð fyrir að námsmenn vilji eiga kost á sveigjanleika í námi, að þeir muni reikna með að geta nýtt sér upplýsingatækni í því skyni og að þeir geri miklar kröfur jafnt til kennara sinna og námsins sjálfs. Foreldrar eru líklegir til að gera kröfur fyrir hönd barna sinna í auknum mæli. Námsmennirnir munu ef að líkum lætur lifa í samfélagi sem gerir kröfur um mikla færni jafnt sem þekkingu og alþjóðasamfélagi sem stjórnast að miklu leyti af hnattvæðingu og markaðshagsmunum. Sumt er þegar vitað að verði miklsvægt, svo sem að kunna að nýta sér upplýsingatækni og að geta unnið með öðru fólki.


Skólar munu leggja mikla áherslu á upplýsingatækni.

Þróun námskenninga á síðastliðnum 20-30 árum hefur leitt í ljós ýmislegt nýtt um mikilvægi félagslegra, menningarlegra og sögulegra þátta sem áhrifavalda í námi, ásamt því að þróun hefur orðið í rannsóknum á greind og því hvernig heilinn vinnur úr upplýsingum. Þá hefur athygli beinst að ólíkum þörfum einstakra nemenda og mikilvægi þess að koma til móts við bæði námsþarfir og áhugasvið nemenda sem einstaklinga.

Nýjum nemum og nýjum kenningum fylgja breytingar á skólabyggingum og notkun þeirra. Gera má ráð fyrir að nokkrar venjulegar kennslustofur verði í skólum framtíðarinnar en það er líka hægt að búast við að meira verði um opin rými og vinnusvæði, tækninýjungar og nám í blönduðum aldurshópum.

Líklegt er að það skólakerfi sem við þekkjum í dag muni riðlast. Aukna áherslu mun þurfa að leggja á námsmatskerfi sem geyma upplýsingar um námsferil hvers og eins nemanda. Einnig gæti áherslan færst frá mati á þekkingu yfir í mat á færni sem gæti að hluta til byggst á sjálfsmati. Aðalnámskrá og endurskoðun hennar á að vera umræðugrundvöllur um markmið menntunar og stuðningur við aðgerðir til að koma á nýjum starfsháttum hefur áhrif á það hvort og hvernig nýja sýnin á nám og menntun verði að veruleika.

Þær breytingar sem hér hafa verið reifaðar gera miklar kröfur til kennara og þeir þurfa góða menntun til að standa undir þeim kröfum. Þeir þurfa í auknum mæli að vera færir um að vinna teymisvinnu sem snertir hvers konar inntak og skipulag náms og geta notað til þess margs konar miðla. Forystu og sýn sem ræður stefnu í menntamálum, sérstaklega hvað varðar stefnumörkun, þyrfti að dreifa á margar menntastofnanir; þar þyrftu kennarar að gegna lykilhlutverki. Þróun skólans sem stofnunar verður mikilvæg.

Niðurstöður menntarannsókna, nýjar stefnur í menntamálum og ný tækni leiða ekki sjálfkrafa til þess að kennarar og skólar breytist. Rannsóknir á breytingum benda til þess að kennarar breyti ekki svo glatt hefðbundnum kennsluháttum og taki upp nýja ef nýjungarnar eru ekki í samræmi við reynslu þeirra og trú á hvað reynist vel í skólastarfi.

Það sem er og hefur lengi virkað í skólum er að kenna eftir stundatöflu þar sem námsefninu er skipað niður eftir námsgreinum og kennarar eru sérfræðingar hver í sinni grein. Flestir kenna heilum bekkjum og geta þannig stjórnað námsframvindunni. Færnismiðuð nálgun sem leggur áherslu á einstaklingsmiðaðar þarfir kallar á annars konar námskrá, öðruvísi kennsluaðferðir og nýjan forystustíl. Stjórnskipulagið og valdakerfi innan skólanna og samkomulag um hvað skuli kenna breyta því á hvern hátt kennarar vinna og þróast í starfi.

Að lokum komum við aftur að nemendunum sjálfum. Finna verður leiðir til að nota nýja tækni og breytta kennsluhætti til að vekja áhuga nemenda og stuðla að því að trú þeirra á eigin dug til náms eflist. Líklegt er að námsmenn framtíðarinnar muni lifa og starfa í heimi þar sem togstreita verður milli væntinga sem gerðar eru til þeirra, þar sem hagkerfið tekur örum breytingum, þar sem merking hugtaka eins og vinnu og frítíma, fjölskyldu og samfélags er breytingum undirorpin. Brýnasta markmið menntunar verður að mennta fólk sem treystir sér og hefur hæfileika til að takast á við breytileg viðfangsefni, ber virðingu fyrir öðrum og getur lagt sitt af mörkun til samfélagsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

  • Mynd af bókasafni er af Logoweb. UMDNJ.
  • Mynd af stelpum að vinna í tölvum er af Virtual tour. Walthamstow Hall.
  • Mynd af kennara og nemanda er af Purdue news. Purdue University.
...