Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?

Svavar Sigmundsson

Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55).

Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 er nafnmyndin Faxafjörðr og sú mynd er í lýsingu Reynivallasóknar 1840 eftir sr. Sigurð Sigurðsson (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 175).



Faxaflói. Nafnið Fax bendir helst til mikils gróðurs.

Óvíst er hve gamalt nafnið Faxaflói er. Það er í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu 1852 eftir Þórð Jónasson (bls. 21). Talið er hugsanlegt að nafnið sé dregið af örnefninu Fax í Stafholtsey í Andakíl í Borgarfjarðarsýslu (Eyjarfax er nyrsti hluti eyjunnar og Nesfax er þar norðan ár.). Þar eru stórir móar og grasgefnir. Mjög grasgefið svæði getur heitið Föxur (‘litlar tjarnir vaxnar stör’). Orðið fax getur líka merkt ‘straumröst í miðri á’ eða ‘óslegin grasmön’ (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 167; sbr. Íslensk orðabók).

Í Stafholtsey var til forna þingstaður Þverárþings og er hugsanlegt að ósinn þar hafi verið kenndur við áðurnefnd Föx en síðan hefur hann farið að ná til alls fjarðarins eða flóans vegna þess hve þekktur staðurinn var.

Nafnið Fax bendir helst til mikils gróðurs. Í Danmörku eru Fakse-örnefni talin dregin af orðinu fax í eldri dönsku í merkingunni „‘manke, mankehår’, vel sigtende til bevoksning“ (Stednavneordbog, 74).

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
  • Bent Jørgensen. Stednavneordbog. 2. udg. Kbh. 1994.
  • Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Guðlaugur R. Guðmundsson og Svavar Sigmundsson sáu um útgáfuna. Ný útgáfa. Rvk. 2007.
  • Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Rvk. 1968.
  • Íslensk orðabók. 3. útg. Rvk. 2002.
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI. Kmh. og Rvk. 1857-1972.
  • Mynd: Visible Earth. NASA. Sótt 29. 11. 2010.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

7.12.2010

Spyrjandi

Sigríður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2010. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56039.

Svavar Sigmundsson. (2010, 7. desember). Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56039

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2010. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56039>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55).

Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 er nafnmyndin Faxafjörðr og sú mynd er í lýsingu Reynivallasóknar 1840 eftir sr. Sigurð Sigurðsson (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 175).



Faxaflói. Nafnið Fax bendir helst til mikils gróðurs.

Óvíst er hve gamalt nafnið Faxaflói er. Það er í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu 1852 eftir Þórð Jónasson (bls. 21). Talið er hugsanlegt að nafnið sé dregið af örnefninu Fax í Stafholtsey í Andakíl í Borgarfjarðarsýslu (Eyjarfax er nyrsti hluti eyjunnar og Nesfax er þar norðan ár.). Þar eru stórir móar og grasgefnir. Mjög grasgefið svæði getur heitið Föxur (‘litlar tjarnir vaxnar stör’). Orðið fax getur líka merkt ‘straumröst í miðri á’ eða ‘óslegin grasmön’ (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 167; sbr. Íslensk orðabók).

Í Stafholtsey var til forna þingstaður Þverárþings og er hugsanlegt að ósinn þar hafi verið kenndur við áðurnefnd Föx en síðan hefur hann farið að ná til alls fjarðarins eða flóans vegna þess hve þekktur staðurinn var.

Nafnið Fax bendir helst til mikils gróðurs. Í Danmörku eru Fakse-örnefni talin dregin af orðinu fax í eldri dönsku í merkingunni „‘manke, mankehår’, vel sigtende til bevoksning“ (Stednavneordbog, 74).

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
  • Bent Jørgensen. Stednavneordbog. 2. udg. Kbh. 1994.
  • Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Guðlaugur R. Guðmundsson og Svavar Sigmundsson sáu um útgáfuna. Ný útgáfa. Rvk. 2007.
  • Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Rvk. 1968.
  • Íslensk orðabók. 3. útg. Rvk. 2002.
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI. Kmh. og Rvk. 1857-1972.
  • Mynd: Visible Earth. NASA. Sótt 29. 11. 2010.
...