Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?

Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir

Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:
  • það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi

Orðið er augljóslega leitt af sögninni vanrækja, sem er gamalgróin í málinu. Nafnorðið í þessari mynd virðist hins vegar fyrst koma fram seint á 19. öld því frá þeim tíma eru elstu dæmin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og á vef Landsbókasafnsins, Tímarit.is.

Lengi áður gegndi annað orð af sömu rót, vanrækt, sama merkingarhlutverki, eins og sjá má mörg dæmi um í fyrrgreindum söfnum. Það orð virðist þó hafa nokkuð víðari merkingu í tengslum við orðið rækt því það getur auk þess vísað sérstaklega til óræktar og vanhirðu á jörðum og túnum. Þótt vanrækt skjóti upp kollinum í yngri heimildum hefur það ekki haldið velli í lifandi málnotkun og það er ekki tilgreint sem flettiorð í Íslenskri orðabók.

Mynd:
  • DV. Sótt 19.5.2010.

Þetta svar er stytt útgáfa pistils um orðið vanrækslu á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Jón Hilmar Jónsson

rannsóknarprófessor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ritstjóri á orðfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.5.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir. „Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2010. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56313.

Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir. (2010, 19. maí). Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56313

Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir. „Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2010. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:
  • það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi

Orðið er augljóslega leitt af sögninni vanrækja, sem er gamalgróin í málinu. Nafnorðið í þessari mynd virðist hins vegar fyrst koma fram seint á 19. öld því frá þeim tíma eru elstu dæmin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og á vef Landsbókasafnsins, Tímarit.is.

Lengi áður gegndi annað orð af sömu rót, vanrækt, sama merkingarhlutverki, eins og sjá má mörg dæmi um í fyrrgreindum söfnum. Það orð virðist þó hafa nokkuð víðari merkingu í tengslum við orðið rækt því það getur auk þess vísað sérstaklega til óræktar og vanhirðu á jörðum og túnum. Þótt vanrækt skjóti upp kollinum í yngri heimildum hefur það ekki haldið velli í lifandi málnotkun og það er ekki tilgreint sem flettiorð í Íslenskri orðabók.

Mynd:
  • DV. Sótt 19.5.2010.

Þetta svar er stytt útgáfa pistils um orðið vanrækslu á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi....