- það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi
Lengi áður gegndi annað orð af sömu rót, vanrækt, sama merkingarhlutverki, eins og sjá má mörg dæmi um í fyrrgreindum söfnum. Það orð virðist þó hafa nokkuð víðari merkingu í tengslum við orðið rækt því það getur auk þess vísað sérstaklega til óræktar og vanhirðu á jörðum og túnum. Þótt vanrækt skjóti upp kollinum í yngri heimildum hefur það ekki haldið velli í lifandi málnotkun og það er ekki tilgreint sem flettiorð í Íslenskri orðabók.
Mynd:- DV. Sótt 19.5.2010.
