Fátæktarstuðull er mismunandi eftir löndum en yfirleitt er talað um að fólk með afkomu undir meðallaunum í hverju landi sé fátækt (e. relative poverty). Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er talið að 1,2 milljarður manna þurfi að lifa á innan við einum Bandaríkjadal á dag og búi því við sárafátækt ef miðað er við skilgreiningu Alþjóðabankans. Þeir sem lifa á einum til tveimur Bandaríkjadölum á dag eru sagðir búa við miðlungsfátækt (e. moderate poverty). Samkvæmt skilgreiningunni hefur sárafátækt fólk ekki ráð á grundvallarnauðsynjum til að tryggja afkomu sína. Miðlungsfátækir geta rétt svo mætt grundvallarþörfum fjölskyldunnar en verða að neita sér um aðra hluti eins og menntun barna og heilsugæslu, nokkuð sem okkur á Íslandi þykir sjálfsögð mannréttindi. Við slíkar aðstæður má ekkert fara úr skorðum til að það ógni ekki lífsafkomu einstaklinganna. Á hverju ári deyja yfir átta milljónir manna um allan heim vegna fátæktar og á hverju kvöldi fara jafn margir að sofa með tóman maga.

Allt of margir hafa hvorki í sig né á.
- Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur? eftir Ólaf Pál Jónsson.
- Eru glæpir fátækra afleiðing fátæktar? eftir Helga Gunnlaugsson.
- Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð? eftir Gylfa Magnússon.
- Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi? eftir Þórönu Elínu Dietz.
- Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum? eftir Ólaf Pál Jónsson og Ulriku Andersson.
- Hver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu? eftir Ulriku Andersson.
- Myndin er af Poverty. Prisonpotpourri.com.