Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?

Sigurlína Davíðsdóttir

Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki eðlilegt; út frá því mætti síðan skoða það sem væri frábrugðið því ástandi.

Vandamál voru þó ekki langt frá Maslow sjálfum. Á barnsaldri átti hann í vanda með að tengjast föður sínum og samband hans við móður sína var honum afar erfitt. Hún reyndist honum ekki vel og fyrir það var hann henni svo reiður allt til fullorðinsára að hann fór ekki einu sinni í jarðarför hennar. Erfið barnæska fékk Maslow til að leita athvarfs í bókum. Námið gekk þó ekki sérlega vel en hann komst að lokum í gegnum skóla. Þegar farið var að mæla greind kom í ljós að hann var afburðagreindur þótt það kæmi ekki endilega fram í námsárangrinum.

Maslow lærði sálfræði og hallaðist í upphafi að atferlisstefnu, en hvarf frá henni. Þess í stað setti hann fram eigin kenningu um að fólk gæti hagað sér skynsamlegar en svo að úr því yrði eingöngu hatur, fordómar og stríð.

Kenning Maslows byggðist á svonefndum þarfapíramída (e. hierarchy of needs) sem skiptist í fimm þrep. Á hverju þrepi er tiltekin þörf eða hvöt sem virkjar hegðun fólks og beinir henni að ákveðnum markmiðum. Samkvæmt Maslow eru þarfirnar meðfæddar og sú fyrsta kemur fram strax við fæðingu. Barn leitar því fyrst eftir fæðu og umönnun. Þegar það er fengið leitar það eftir öryggi. Síðar á ævinni leitum við þess að einhverjum þyki verulega vænt um okkur, og takist það sækjumst við eftir virðingu, bæði sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Þegar hún er fengin getur fólk loks leitast eftir að sjálfsbirtast, að verða besta manneskja sem það getur orðið.

Maslow taldi að þarfir fólks birtist í þessari röð í lífshlaupinu. Röðin ákvarðar líka mikilvægi þeirra á hverjum tíma. Þannig er ekki von til þess að fólk hugi að ráði að sjálfsvirðingu sinni ef það er vannært og vansvefta. Þetta er ein af ástæðum þess að kennarar vilja brýna fyrir nemendum sínum að huga að grunnþörfum sínum svo að þeir geti einbeitt sér að hærri markmiðum. Samkvæmt Maslow eru þarfirnar missterkar eftir stöðu þeirra í píramídanum; þær eru þeim mun sterkari því neðar sem þær eru. Geti fólk ekki sinnt neðstu tveimur til þremur þörfunum finnur það til skorts; þær efri eru til aukins þroska og til að uppfylla þær þarf umhverfið að vera hliðhollt.

Maslow áleit síðan að þekkingarþörf hefði annan píramída, aðskilinn þessum. Fyrst kemur þörfin fyrir að vita, síðan þörfin til að skilja það sem við vitum.


Þarfapíramídi Maslows.

Sjálfsbirting, efsta þrepið í þarfapíramídanum, er samkvæmt kenningu Maslows nokkurs konar æðsta markmið fólks í lífinu. Af lýsingu Maslows að dæma hafa þeir sem ná sjálfsbirtingu góða tilfinningu fyrir stöðu sinni og heimsins í heild, þeir sætta sig við sjálfa sig og aðra, eru eðlilegir og óþvingaðir, beina yfirleitt athyglinni að öðru en sjálfum sér, leita eftir einrúmi af og til og líta á tilveruna með ljóma í augum. Þeir eiga upphafin augnablik þegar lífið brosir við þeim, hafa áhuga á málefnum annarra og mannkynsins í heild og eiga afskaplega góða vini. Umburðarlyndi einkennir þá, sömuleiðis sköpunargleði og sjálfstæði. Þetta er merkilegur listi yfir eiginleika og þætti sjálfsagt mörgum gott að geta fallið undir þessa skilgreiningu. Maslow taldi að það sem hindraði flesta í að ná þessu ástandi væri ótti þeirra við að geta ekki það sem þá langaði mest til að stefna að. Ef hægt væri að sigrast óttanum yrðu flestar leiðir mönnum færar.

Mynd: Efri myndin er fengin af vefsíðunni Abraham Maslow. Conexiones Psicología. Carlos Miragaya.

Höfundur

lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2006

Spyrjandi

N. N.

Tilvísun

Sigurlína Davíðsdóttir. „Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5647.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2006, 16. febrúar). Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5647

Sigurlína Davíðsdóttir. „Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5647>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?
Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki eðlilegt; út frá því mætti síðan skoða það sem væri frábrugðið því ástandi.

Vandamál voru þó ekki langt frá Maslow sjálfum. Á barnsaldri átti hann í vanda með að tengjast föður sínum og samband hans við móður sína var honum afar erfitt. Hún reyndist honum ekki vel og fyrir það var hann henni svo reiður allt til fullorðinsára að hann fór ekki einu sinni í jarðarför hennar. Erfið barnæska fékk Maslow til að leita athvarfs í bókum. Námið gekk þó ekki sérlega vel en hann komst að lokum í gegnum skóla. Þegar farið var að mæla greind kom í ljós að hann var afburðagreindur þótt það kæmi ekki endilega fram í námsárangrinum.

Maslow lærði sálfræði og hallaðist í upphafi að atferlisstefnu, en hvarf frá henni. Þess í stað setti hann fram eigin kenningu um að fólk gæti hagað sér skynsamlegar en svo að úr því yrði eingöngu hatur, fordómar og stríð.

Kenning Maslows byggðist á svonefndum þarfapíramída (e. hierarchy of needs) sem skiptist í fimm þrep. Á hverju þrepi er tiltekin þörf eða hvöt sem virkjar hegðun fólks og beinir henni að ákveðnum markmiðum. Samkvæmt Maslow eru þarfirnar meðfæddar og sú fyrsta kemur fram strax við fæðingu. Barn leitar því fyrst eftir fæðu og umönnun. Þegar það er fengið leitar það eftir öryggi. Síðar á ævinni leitum við þess að einhverjum þyki verulega vænt um okkur, og takist það sækjumst við eftir virðingu, bæði sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Þegar hún er fengin getur fólk loks leitast eftir að sjálfsbirtast, að verða besta manneskja sem það getur orðið.

Maslow taldi að þarfir fólks birtist í þessari röð í lífshlaupinu. Röðin ákvarðar líka mikilvægi þeirra á hverjum tíma. Þannig er ekki von til þess að fólk hugi að ráði að sjálfsvirðingu sinni ef það er vannært og vansvefta. Þetta er ein af ástæðum þess að kennarar vilja brýna fyrir nemendum sínum að huga að grunnþörfum sínum svo að þeir geti einbeitt sér að hærri markmiðum. Samkvæmt Maslow eru þarfirnar missterkar eftir stöðu þeirra í píramídanum; þær eru þeim mun sterkari því neðar sem þær eru. Geti fólk ekki sinnt neðstu tveimur til þremur þörfunum finnur það til skorts; þær efri eru til aukins þroska og til að uppfylla þær þarf umhverfið að vera hliðhollt.

Maslow áleit síðan að þekkingarþörf hefði annan píramída, aðskilinn þessum. Fyrst kemur þörfin fyrir að vita, síðan þörfin til að skilja það sem við vitum.


Þarfapíramídi Maslows.

Sjálfsbirting, efsta þrepið í þarfapíramídanum, er samkvæmt kenningu Maslows nokkurs konar æðsta markmið fólks í lífinu. Af lýsingu Maslows að dæma hafa þeir sem ná sjálfsbirtingu góða tilfinningu fyrir stöðu sinni og heimsins í heild, þeir sætta sig við sjálfa sig og aðra, eru eðlilegir og óþvingaðir, beina yfirleitt athyglinni að öðru en sjálfum sér, leita eftir einrúmi af og til og líta á tilveruna með ljóma í augum. Þeir eiga upphafin augnablik þegar lífið brosir við þeim, hafa áhuga á málefnum annarra og mannkynsins í heild og eiga afskaplega góða vini. Umburðarlyndi einkennir þá, sömuleiðis sköpunargleði og sjálfstæði. Þetta er merkilegur listi yfir eiginleika og þætti sjálfsagt mörgum gott að geta fallið undir þessa skilgreiningu. Maslow taldi að það sem hindraði flesta í að ná þessu ástandi væri ótti þeirra við að geta ekki það sem þá langaði mest til að stefna að. Ef hægt væri að sigrast óttanum yrðu flestar leiðir mönnum færar.

Mynd: Efri myndin er fengin af vefsíðunni Abraham Maslow. Conexiones Psicología. Carlos Miragaya....