Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem hann féll fram af svo þar eru nú aðeins lágar smáflúðir, sem núverandi Hafnarfjarðarvegur liggur yfir” (Örnefnaskrá eftir Adolf J. E. Petersen).
Hangandi er nefndur á landamerkjum Reykjavíkur 1605 (Ólafur Lárusson: Byggð og saga (1944), bls. 103-105, sbr. kort á milli bls. 96 og 97). Hangandi er einmitt nafn á fossum víðar á landinu, til dæmis hár foss, Hangandifoss, skammt frá Rauðabergi á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, og Hangandifoss í Fosslæk við Múlagljúfur í Öræfum í Austur-Skaftfafellssýslu (mynd í Leyndardómar Vatnajökuls eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson (1997), bls. 248).
Séð yfir Fossvogsdal, Fossvogur lengst til vinstri.
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2006, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5648.
Svavar Sigmundsson. (2006, 16. febrúar). Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5648
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2006. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5648>.