Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Dagný Arnarsdóttir

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 árum. Fundurinn vakti strax heimsathygli og var manninum fljótlega gefið gælunafnið Ötzi.

Ötzi er ein elsta múmía sem fundist hefur. Hann var uppi á koparöld (chalcolithic) en svo kallast stutt tímabil milli nýsteinaldar og bronsaldar þegar menn höfðu byrjað að gera sér áhöld úr kopar en voru ekki enn komnir upp á lag með að blanda koparnum við tin og gera úr því brons.Ísmaðurinn Ötzi er líklega þekktasta múmía sinnar tegundar. Hann fannst í Ölpunum rétt innan við landamæri Ítalíu, fastur í klaka. Við rannsóknir kom í ljós að líkamsleifar hans voru 5300 ára gamlar.

Fyrir utan aldurinn er Ötzi mjög merkilegur að því leyti að hann er eini forsögulegi maðurinn sem hefur fundist í hversdagsklæðum og með allan sinni útbúnað meðferðis. Yfirleitt er ekki annað að finna í gröfum manna en líkamsleifar þeirra. Ef eitthvað varðveitist annað en líkamsleifarnar sjálfar segir það einungis til um hvað var talið mikilvægt að hafa meðferðis eða hverju átti að klæðast eftir dauðann.

Vel varðveittir gripir sem Ötzi hafði meðferðis segja hins vegar mikla sögu, einkum þeir sem eru úr lífrænu efni eins og tré og leðri, en slík efni varðveitast yfirleitt illa eða alls ekki. Lík Ötzis hefur frosið strax eftir að hann dó og síðan setið fast í ís þar til menn gengu fram á það og skýrir það hina óvenjulegu varðveislu.

Meðal þeirra 70 gripa sem Ötzi hafði meðferðis voru herðaslá ofin úr grasi, húfa úr bjarnarhúð, kápa úr geitarhúð, legghlífar og lendaskýla úr leðri. Skór hans voru margbrotnir, efri hluti þeirra úr húð af hjartardýri og sólarnir úr bjarnarhúð. Þeir voru fóðraðir með grasi sem við prófanir reynist prýðilega gegn fótkulda á fjallgöngu í snjó. Ötzi bar auk þessa langboga og örvamæli úr hjartarhúð sem í voru 14 örvar. Í eins konar bakpoka bar hann öxi úr kopar og hníf með blaði úr tinnusteini. Skeftið var úr askviði en slíðrið ofið úr grasi, rétt eins og herðasláin. Í fórum hans voru nokkur ílát gerð úr birkiberki. Margir gripanna eru hugvitsamlega gerðir, til dæmis voru sinar úr dýrum notaðar sem þráður í leðursauminn.

Rannsóknir á tönnum og beinum Ötzi benda til þess að allt sitt líf hafi hann hafst við á mjög litlu svæði í nánd við staðinn þar sem hann fannst. Síðasta máltíð hans virðist hafa verið kjötmáltíð, líklega kjöt af villigeit eða hirti, þar sem hveiti, plómur og aðrar plöntur komu einnig við sögu.

Ötzi var líklega ekki heill heilsu. Nögl á einum fingri hans gefur raunar til kynna að hann hafi þjáðst af einhvers konar hrörnunarsjúkdómi. Hann virtist hafa rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum en beinin voru gróin eða við það að gróa þegar hann lést. Síðast en ekki síst virðist hann hafa þjáðst af liðagigt á nokkrum stöðum í líkamanum. Nokkur bláleit húðflúrstákn fundust á líkama hans. Í fyrstu virtist staðsetning þeirra vera tilviljanakennd, en bent hefur verið á að þau séu öll nálægt stöðum sem eru meðhöndlaðir þegar nálastungumeðferð er beitt gegn gigt. Því er hugsanlegt að húðflúrið hafi haft þann tilgang að auðvelda nálastungumeðferð. Þetta er erfitt að sanna en ekki er óhugsandi að Evrópumenn hafi stundað nálastungulækningar á þessum tíma eins og samtímamenn þeirra í Austurlöndum fjær.

Í fyrstu var álitið að Ötzi hefði orðið úti við veiðar á fjallinu. Nýlegar rannsóknaniðurstöður hafa hins vegar vakið ýmsar spurningar. Hlutur úr steini, líklega örvaroddi, er greyptur inn í vinstri öxl Ötzi og á höndum hans, úlnliði og brjóstkassa hafa uppgötvast för eftir bitvopn. Auk þess hafa fundist leifar af blóði fjögurra annarra einstaklinga á fötum hans og vopnum. Þetta gæti bent til þess að Ötzi hafi verið ráðinn bani á fjallinu.

Í dag er hægt að skoða Ötzi gegnum lítinn sýningarglugga í Minjasafni Suður-Tíról (Museo archeologico dell’alto adige) í Bolzano á Ítalíu. Til að hann varðveitist sem best er hann er hafður í 6 stiga frosti þannig að líkt sé sem mest eftir aðstæðunum á fjallinu þar sem hann fannst. Á safninu má einnig finna endursköpun hans í fullri stærð en Ötzi var um 160 cm á hæð.

Til gamans má geta þess að fundur ísmannsins leiddi af sér milliríkjadeilur milli ítalskra og austurrískra stjórnvalda þar sem hann fannst á svæði þar sem landamæri ríkjanna höfðu ekki verið nákvæmlega skilgreind. Eftir nokkurt þóf sættust menn þó á að Ötzi hefði kvatt þennan heim Ítalíumegin.

Heimildir og myndir:
 • Bortenschlager, S. & Oeggl, K. ritstj.: The man in the ice 4. The iceman and his natural environment: Palaeobotanical results, Wien - New York 2000.
 • Fleckinger, Angelika, Ötzi, the Iceman. The Full Facts at a Glance, Bolzano 2003
 • Fowler, Brenda, Iceman: Uncovering the life and times of a prehistoric man found in an Alpine Glacier, Chicago 2001.
 • Höpfel, F. o.fl. ritstj.: Der Mann im Eis 1, (Veröffentlichungen der Universität Innsbruck 187), Innsbruck 1992.
 • Moser, H. o.fl. ritstj.: Der Mann im Eis 2, Wien - New York 1994.
 • Spindler, Konrad, The Man in the Ice. London 1993.
 • Spindler, K. o.fl. ritstj.: The Man in the Ice 3. Human Mummies, Wien - New York, 1996.
 • Mynd af Ötzi í ísnum: Sudtirol.com
 • Andlitsmynd af Özti: BBC News

Höfundur

nemandi í fornleifafræði

Útgáfudagur

20.2.2006

Spyrjandi

Stefán Ingi

Tilvísun

Dagný Arnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5653.

Dagný Arnarsdóttir. (2006, 20. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5653

Dagný Arnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5653>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?
Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 árum. Fundurinn vakti strax heimsathygli og var manninum fljótlega gefið gælunafnið Ötzi.

Ötzi er ein elsta múmía sem fundist hefur. Hann var uppi á koparöld (chalcolithic) en svo kallast stutt tímabil milli nýsteinaldar og bronsaldar þegar menn höfðu byrjað að gera sér áhöld úr kopar en voru ekki enn komnir upp á lag með að blanda koparnum við tin og gera úr því brons.Ísmaðurinn Ötzi er líklega þekktasta múmía sinnar tegundar. Hann fannst í Ölpunum rétt innan við landamæri Ítalíu, fastur í klaka. Við rannsóknir kom í ljós að líkamsleifar hans voru 5300 ára gamlar.

Fyrir utan aldurinn er Ötzi mjög merkilegur að því leyti að hann er eini forsögulegi maðurinn sem hefur fundist í hversdagsklæðum og með allan sinni útbúnað meðferðis. Yfirleitt er ekki annað að finna í gröfum manna en líkamsleifar þeirra. Ef eitthvað varðveitist annað en líkamsleifarnar sjálfar segir það einungis til um hvað var talið mikilvægt að hafa meðferðis eða hverju átti að klæðast eftir dauðann.

Vel varðveittir gripir sem Ötzi hafði meðferðis segja hins vegar mikla sögu, einkum þeir sem eru úr lífrænu efni eins og tré og leðri, en slík efni varðveitast yfirleitt illa eða alls ekki. Lík Ötzis hefur frosið strax eftir að hann dó og síðan setið fast í ís þar til menn gengu fram á það og skýrir það hina óvenjulegu varðveislu.

Meðal þeirra 70 gripa sem Ötzi hafði meðferðis voru herðaslá ofin úr grasi, húfa úr bjarnarhúð, kápa úr geitarhúð, legghlífar og lendaskýla úr leðri. Skór hans voru margbrotnir, efri hluti þeirra úr húð af hjartardýri og sólarnir úr bjarnarhúð. Þeir voru fóðraðir með grasi sem við prófanir reynist prýðilega gegn fótkulda á fjallgöngu í snjó. Ötzi bar auk þessa langboga og örvamæli úr hjartarhúð sem í voru 14 örvar. Í eins konar bakpoka bar hann öxi úr kopar og hníf með blaði úr tinnusteini. Skeftið var úr askviði en slíðrið ofið úr grasi, rétt eins og herðasláin. Í fórum hans voru nokkur ílát gerð úr birkiberki. Margir gripanna eru hugvitsamlega gerðir, til dæmis voru sinar úr dýrum notaðar sem þráður í leðursauminn.

Rannsóknir á tönnum og beinum Ötzi benda til þess að allt sitt líf hafi hann hafst við á mjög litlu svæði í nánd við staðinn þar sem hann fannst. Síðasta máltíð hans virðist hafa verið kjötmáltíð, líklega kjöt af villigeit eða hirti, þar sem hveiti, plómur og aðrar plöntur komu einnig við sögu.

Ötzi var líklega ekki heill heilsu. Nögl á einum fingri hans gefur raunar til kynna að hann hafi þjáðst af einhvers konar hrörnunarsjúkdómi. Hann virtist hafa rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum en beinin voru gróin eða við það að gróa þegar hann lést. Síðast en ekki síst virðist hann hafa þjáðst af liðagigt á nokkrum stöðum í líkamanum. Nokkur bláleit húðflúrstákn fundust á líkama hans. Í fyrstu virtist staðsetning þeirra vera tilviljanakennd, en bent hefur verið á að þau séu öll nálægt stöðum sem eru meðhöndlaðir þegar nálastungumeðferð er beitt gegn gigt. Því er hugsanlegt að húðflúrið hafi haft þann tilgang að auðvelda nálastungumeðferð. Þetta er erfitt að sanna en ekki er óhugsandi að Evrópumenn hafi stundað nálastungulækningar á þessum tíma eins og samtímamenn þeirra í Austurlöndum fjær.

Í fyrstu var álitið að Ötzi hefði orðið úti við veiðar á fjallinu. Nýlegar rannsóknaniðurstöður hafa hins vegar vakið ýmsar spurningar. Hlutur úr steini, líklega örvaroddi, er greyptur inn í vinstri öxl Ötzi og á höndum hans, úlnliði og brjóstkassa hafa uppgötvast för eftir bitvopn. Auk þess hafa fundist leifar af blóði fjögurra annarra einstaklinga á fötum hans og vopnum. Þetta gæti bent til þess að Ötzi hafi verið ráðinn bani á fjallinu.

Í dag er hægt að skoða Ötzi gegnum lítinn sýningarglugga í Minjasafni Suður-Tíról (Museo archeologico dell’alto adige) í Bolzano á Ítalíu. Til að hann varðveitist sem best er hann er hafður í 6 stiga frosti þannig að líkt sé sem mest eftir aðstæðunum á fjallinu þar sem hann fannst. Á safninu má einnig finna endursköpun hans í fullri stærð en Ötzi var um 160 cm á hæð.

Til gamans má geta þess að fundur ísmannsins leiddi af sér milliríkjadeilur milli ítalskra og austurrískra stjórnvalda þar sem hann fannst á svæði þar sem landamæri ríkjanna höfðu ekki verið nákvæmlega skilgreind. Eftir nokkurt þóf sættust menn þó á að Ötzi hefði kvatt þennan heim Ítalíumegin.

Heimildir og myndir:
 • Bortenschlager, S. & Oeggl, K. ritstj.: The man in the ice 4. The iceman and his natural environment: Palaeobotanical results, Wien - New York 2000.
 • Fleckinger, Angelika, Ötzi, the Iceman. The Full Facts at a Glance, Bolzano 2003
 • Fowler, Brenda, Iceman: Uncovering the life and times of a prehistoric man found in an Alpine Glacier, Chicago 2001.
 • Höpfel, F. o.fl. ritstj.: Der Mann im Eis 1, (Veröffentlichungen der Universität Innsbruck 187), Innsbruck 1992.
 • Moser, H. o.fl. ritstj.: Der Mann im Eis 2, Wien - New York 1994.
 • Spindler, Konrad, The Man in the Ice. London 1993.
 • Spindler, K. o.fl. ritstj.: The Man in the Ice 3. Human Mummies, Wien - New York, 1996.
 • Mynd af Ötzi í ísnum: Sudtirol.com
 • Andlitsmynd af Özti: BBC News
...