Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I (1981), bls. 193). Ekki er vitað hversu margir fossar bera þetta nafn en Svartfoss er einnig í landi Einfætingsgils í Bitrufirði. Foss með þessu nafni er í Skeggjagili í landi Pálssels og annar í Laxá í landi Sámsstaða í Laxárdal í Dalasýslu. Svartfoss í Pálsseli fellur í mjög dökkum klettum og dregur nafn sitt sennilega af því. Töluvert ofar í sama gili er Hvítfoss (Örnefnaskrá).
Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?
Útgáfudagur
20.2.2006
Spyrjandi
Sveinn Sverrisson
Tilvísun
Svavar Sigmundsson. „Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2006. Sótt 26. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5655.
Svavar Sigmundsson. (2006, 20. febrúar). Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5655
Svavar Sigmundsson. „Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2006. Vefsíða. 26. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5655>.