Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Dagný Arnarsdóttir

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi?
  • Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)?

Söfn og forngripir á netinu

Á netinu er að finna gríðarlegt magn af upplýsingum sem tengjast fornleifafræði. Upplýsingar þessar uppfærast stöðugt og því getur hlekkur sem er góður og gildur í dag verið óvirkur og þar með úreltur á morgun. Því eru ekki sérlega margir hlekkir í þessu svari heldur fremur bent á góðar leiðir til að bjarga sér í leitinni.

Ef við lítum fyrst á hvar upplýsingar um forngripi er að finna, þá liggur beinast við að vísa á vefsíður nokkurra helstu þjóðminjasafna í heimi. Mörg stærstu söfnin eiga mikið af forngripum frá ýmsum svæðum, ekki síst menningarsamfélögum fornaldar, við Miðjarðarhaf, í Egyptalandi og Austurlöndum nær (raunar hafa söfnin sætt gagnrýni fyrir að hafa viðað að sér allt of mörgum gersemum). Gott dæmi um safn af þessu tagi er The British Museum í London, Englandi (best er að velja „World Cultures“ og síðan viðkomandi menningarsvæði). Þar er meðal annars að finna hinar frægu Elgin-lágmyndir úr Meyjarhofinu (Parþenon) í Aþenu og Rósetta-steininn. Lesa má nánar um Rósetta-steininn í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ulriku Andersson við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?


Gylltar styttur frá Egyptalandi.

Í Bandaríkjunum mætti nefna Vikings: The North Atlantic Saga, skemmtilega vefsíðu um landafundi víkinga í Vesturheimi á vegum The Smithsonian Institute. Rétt er að benda á að bandarísk fornleifafræði er talsvert frábrugðin þeirri evrópsku. Í Bandaríkjunum er yfirleitt talað um fornleifafræði í sömu andrá og mannfræði (e. anthropology). Ekki er óalgengt að stafnum „a“ sé sleppt í orðinu „archaeology“. Þetta þarf að hafa í huga sé meiningin að leita að efni tengdu fornleifafræði á bandarískum vefsíðum.

Á vefsíðu heimsráðs safna (International Council of Museums) má finna tengla í nær öll þjóðminjasöfn heimsins auk margra annarra safna.

Varðandi gripi frá Egyptalandi þá er sérstök grein innan fornleifafræðinnar sem nefnist Egyptalandsfræði (e. Egyptology) sem beinir sjónum sínum að þessu efni. Ágætt yfirlit um Egyptalandsfræði er að finna á heimasíðunni Egyptology Resources.

Fornleifafræði á netinu

Fyrir utan vefsíður safna er giftusamlegt að byrja leit í tenglasöfnum um fornleifafræði eins og á bandarísku vefsíðunni ArchNet en á henni er að finna gott tenglasafn um flestar greinar fornleifafræði. Góð síða á þýsku er Archäologie Online en einnig eru til vefsíður um einstök svæði og lönd, til dæmis NordArk fyrir norræna (þó einkum sænska) fornleifafræði.

Þegar leitarvélar eins og Google eru notaðar til að finna áreiðanlegar heimildir á ensku um fornleifar er ágæt regla að takmarka leitina við vefsíður sem hafa endinguna .edu (Bandaríkin) eða .ac.uk (Bretland). Þetta eru yfirleitt síður opinberra aðila eða skóla. Ókosturinn er sá að fylgi maður reglunni til hlítar útilokar maður sumt frambærilegt efni. Dæmi um vefsíðu sem í fyrstu virðist eingöngu hafa skemmtanagildi er vikinganswerlady.com. Við nánari skoðun má þó sjá að vönduð heimildaskrá fylgir hverju svari „víkingakonunnar“ til lesenda sinna.


Sólarsteinninn frá Tenochtitlan í Mexíkó (hluti af endurgerð).

Þegar leitað er að efni um fornleifafræði er mjög mikilvægt að átta sig á því hvort um áreiðanlega heimild sé að ræða. Mjög góða umfjöllun um heimildarýni er að finna á vefsíðu Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Á vefsíðu Kennaraháskólans er auk þess að finna prýðilegt yfirlit yfir heimildaleit á netinu.

Til eru nokkrar alfræðiorðabækur á netinu sem eru aðgengilegar öllum, til dæmis Wikipedia. Þótt þar sé mikinn fróðleik að finna um fornleifar er nauðsynlegt að hafa í huga að hver sem er getur sett þar inn efni og því er mjög vafasamt að vitna í greinar af Wikipediu í ritgerð.

Við ritgerðasmíði á háskólastigi er mjög æskilegt að styðjast við greinar í vísindatímaritum. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem skrifa greinarnar, þær eru oftast stuttar og skorinorðar og þar er auk þess yfirleitt að finna nýjustu upplýsingarnar um viðkomandi efni. Á vefsíðunni hvar.is er mjög gott yfirlit yfir rafræna gagnagrunna sem landsaðgangur er að hverju sinni. Vel skipulögð leit að rafrænum heimildum getur bæði sparað tíma og peninga og aukið mikið við það efni sem aðgengilegt er á prentuðu formi. Starfsfólk bókasafna getur aðstoðað fólk við að læra að leita í rafrænum gagnagrunnum. Þetta er mjög mikilvægt atriði því að til eru tímarit, og jafnvel bækur, sem koma eingöngu út á rafrænu formi. Dæmi um það síðarnefnda er bókaverslunin eBooks.com sem selur bækur á rafrænu formi. Þar má finna ógrynni af bókum tengdum fornleifafræði.

Að lokum er rétt að benda á tvær íslenskar síður þar sem hægt er að fræðast um íslenskra fornleifarannsóknir: Fornleifastofnun Íslands og Fornleifafræðistofuna.

Myndir

Höfundur

nemandi í fornleifafræði

Útgáfudagur

21.2.2006

Spyrjandi

Marinó Ingi, f. 1991

Tilvísun

Dagný Arnarsdóttir. „Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5657.

Dagný Arnarsdóttir. (2006, 21. febrúar). Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5657

Dagný Arnarsdóttir. „Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi?
  • Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)?

Söfn og forngripir á netinu

Á netinu er að finna gríðarlegt magn af upplýsingum sem tengjast fornleifafræði. Upplýsingar þessar uppfærast stöðugt og því getur hlekkur sem er góður og gildur í dag verið óvirkur og þar með úreltur á morgun. Því eru ekki sérlega margir hlekkir í þessu svari heldur fremur bent á góðar leiðir til að bjarga sér í leitinni.

Ef við lítum fyrst á hvar upplýsingar um forngripi er að finna, þá liggur beinast við að vísa á vefsíður nokkurra helstu þjóðminjasafna í heimi. Mörg stærstu söfnin eiga mikið af forngripum frá ýmsum svæðum, ekki síst menningarsamfélögum fornaldar, við Miðjarðarhaf, í Egyptalandi og Austurlöndum nær (raunar hafa söfnin sætt gagnrýni fyrir að hafa viðað að sér allt of mörgum gersemum). Gott dæmi um safn af þessu tagi er The British Museum í London, Englandi (best er að velja „World Cultures“ og síðan viðkomandi menningarsvæði). Þar er meðal annars að finna hinar frægu Elgin-lágmyndir úr Meyjarhofinu (Parþenon) í Aþenu og Rósetta-steininn. Lesa má nánar um Rósetta-steininn í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ulriku Andersson við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?


Gylltar styttur frá Egyptalandi.

Í Bandaríkjunum mætti nefna Vikings: The North Atlantic Saga, skemmtilega vefsíðu um landafundi víkinga í Vesturheimi á vegum The Smithsonian Institute. Rétt er að benda á að bandarísk fornleifafræði er talsvert frábrugðin þeirri evrópsku. Í Bandaríkjunum er yfirleitt talað um fornleifafræði í sömu andrá og mannfræði (e. anthropology). Ekki er óalgengt að stafnum „a“ sé sleppt í orðinu „archaeology“. Þetta þarf að hafa í huga sé meiningin að leita að efni tengdu fornleifafræði á bandarískum vefsíðum.

Á vefsíðu heimsráðs safna (International Council of Museums) má finna tengla í nær öll þjóðminjasöfn heimsins auk margra annarra safna.

Varðandi gripi frá Egyptalandi þá er sérstök grein innan fornleifafræðinnar sem nefnist Egyptalandsfræði (e. Egyptology) sem beinir sjónum sínum að þessu efni. Ágætt yfirlit um Egyptalandsfræði er að finna á heimasíðunni Egyptology Resources.

Fornleifafræði á netinu

Fyrir utan vefsíður safna er giftusamlegt að byrja leit í tenglasöfnum um fornleifafræði eins og á bandarísku vefsíðunni ArchNet en á henni er að finna gott tenglasafn um flestar greinar fornleifafræði. Góð síða á þýsku er Archäologie Online en einnig eru til vefsíður um einstök svæði og lönd, til dæmis NordArk fyrir norræna (þó einkum sænska) fornleifafræði.

Þegar leitarvélar eins og Google eru notaðar til að finna áreiðanlegar heimildir á ensku um fornleifar er ágæt regla að takmarka leitina við vefsíður sem hafa endinguna .edu (Bandaríkin) eða .ac.uk (Bretland). Þetta eru yfirleitt síður opinberra aðila eða skóla. Ókosturinn er sá að fylgi maður reglunni til hlítar útilokar maður sumt frambærilegt efni. Dæmi um vefsíðu sem í fyrstu virðist eingöngu hafa skemmtanagildi er vikinganswerlady.com. Við nánari skoðun má þó sjá að vönduð heimildaskrá fylgir hverju svari „víkingakonunnar“ til lesenda sinna.


Sólarsteinninn frá Tenochtitlan í Mexíkó (hluti af endurgerð).

Þegar leitað er að efni um fornleifafræði er mjög mikilvægt að átta sig á því hvort um áreiðanlega heimild sé að ræða. Mjög góða umfjöllun um heimildarýni er að finna á vefsíðu Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Á vefsíðu Kennaraháskólans er auk þess að finna prýðilegt yfirlit yfir heimildaleit á netinu.

Til eru nokkrar alfræðiorðabækur á netinu sem eru aðgengilegar öllum, til dæmis Wikipedia. Þótt þar sé mikinn fróðleik að finna um fornleifar er nauðsynlegt að hafa í huga að hver sem er getur sett þar inn efni og því er mjög vafasamt að vitna í greinar af Wikipediu í ritgerð.

Við ritgerðasmíði á háskólastigi er mjög æskilegt að styðjast við greinar í vísindatímaritum. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem skrifa greinarnar, þær eru oftast stuttar og skorinorðar og þar er auk þess yfirleitt að finna nýjustu upplýsingarnar um viðkomandi efni. Á vefsíðunni hvar.is er mjög gott yfirlit yfir rafræna gagnagrunna sem landsaðgangur er að hverju sinni. Vel skipulögð leit að rafrænum heimildum getur bæði sparað tíma og peninga og aukið mikið við það efni sem aðgengilegt er á prentuðu formi. Starfsfólk bókasafna getur aðstoðað fólk við að læra að leita í rafrænum gagnagrunnum. Þetta er mjög mikilvægt atriði því að til eru tímarit, og jafnvel bækur, sem koma eingöngu út á rafrænu formi. Dæmi um það síðarnefnda er bókaverslunin eBooks.com sem selur bækur á rafrænu formi. Þar má finna ógrynni af bókum tengdum fornleifafræði.

Að lokum er rétt að benda á tvær íslenskar síður þar sem hægt er að fræðast um íslenskra fornleifarannsóknir: Fornleifastofnun Íslands og Fornleifafræðistofuna.

Myndir

...