Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?

Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Síðustu fálkarnir voru fluttir út á vegum konungs 1806 (Einar Laxness: Íslandssaga I a-h. Alfræði Vöku-Helgafells (1995), bls. 123).Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.

Heimildarmaður um örnefni á Seltjarnarnesi, Kjartan Einarsson, sem ólst þar upp, vandist ekki nafninu Valhúsahæð heldur aðeins nafninu Holt. Litlavarða var ofan við Skólabraut 1 og var laut sunnan undir henni. Þar var hleðsla og talið að valhúsið hafi verið þar. Síðar var jarðvegi ýtt ofan í lautina (Örnefnaskrá).

Jónas Hallgrímsson nefnir Valhúsvörðu í pistli sínum, Leiðir norðanvert við Seltjarnarnes (Ritverk III (1989), bls. 148). Hann nefnir einnig Valhús í skrifum sínum frá 1840: "Ysta hæðin á Seltjarnarnesi heitir Valhús og er hún rúmlega 150 f. yfir sjávarmáli." (Ritverk II (1989), bls. 360). Jónas hefur nafnið í eintölu, nefnir grágrýtið í Valhúsi, og er það sérkennilegt, þar sem fleirtala er almennt í samsetningum af nafninu, samanber Valhúsagrunn í Faxaflóa, sem hefur Valhús sem mið. Pétur Sigurðsson forstjóri í Pálsbæ talaði líka um "að fara upp í Valhúsið" og átti þá við hæðina (Munnleg heimild: Heimir Þorleifsson sagnfræðingur).

Mynd: Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

21.2.2006

Spyrjandi

Sigurður Ásgrímsson

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2006. Sótt 22. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5659.

Svavar Sigmundsson. (2006, 21. febrúar). Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5659

Svavar Sigmundsson. „Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2006. Vefsíða. 22. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5659>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

1973

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði HÍ og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.