Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skák?

Hrannar Baldursson

Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir.


Skákmenn eru hrifnir af ólíkum þáttum skákarinnar. Sumir hafa mestan áhuga á skákinni sem íþrótt. Þeir fá mesta ánægju út úr sigri á andstæðingi eða góðum árangri á skákmóti. Sumum líkar einfaldlega vel við hrifninguna sem myndast þegar falleg leikflétta gengur upp. Sumar fléttur eru svo djúpar og erfitt að finna þær, að þegar skákmaður finnur þær á borði undir tíma- og keppnisálagi, er skákin oft séð sem list. Sumum skákmönnum finnst einfaldlega skemmtilegt að tefla. Ástæðurnar geta verið margar; félagsskapurinn, æfingin, spennan eða einfaldlega ánægjan sem fæst við það eitt að hugsa um leikinn og vera virkur þátttakandi. Enn öðrum finnst einfaldlega ánægjulegt að horfa á skákir, lesa um þær eða rannsaka vandaðar skákir sterkra stórmeistara sem á máli skákmanna kallast, að stúdera.

Allir eru sammála um að skákin er leikur. Fjölmargir skákmenn eru atvinnumenn. Til dæmis fá íslenskir stórmeistarar mánaðarlaun fyrir að vera virkir stórmeistarar og kenna skák við Skákskóla Íslands. Meginmarkmið hverrar skákar er að máta kóng andstæðingsins eða veiða hann í gildru, því að kóngurinn er ekki drepinn heldur aðeins fangaður og þvingaður til uppgjafar.

Skákin er tefld á ferhyrndu borði, með 64 reitum. Hvor keppandinn byrjar leikinn með átta peð, tvo hróka, tvo riddara, tvo biskupa, einn kóng og eina drottningu. Til að þróa hæfni í skák þarf skákmaðurinn að þjálfa augu og huga til að nema víddirnar á skákborðinu. Það þarf ekki einungis að átta sig á lóðréttu og láréttu línunum, heldur verður einnig að þjálfa vel skilning og sýn á skálínum. Hver einasti taflmaður er hreyfður á ólíkan hátt.

Skákrannsóknum er yfirleitt skipt upp í þrjá megin þætti, byrjunina, miðtaflið og endataflið.

Byrjunarrannsóknir má nánast telja til vísinda í dag. Rannsakaðir eru allir bestu kostirnir til að hefja skákina og þá yfirleitt með aðstoð stórra gagnabanka sem geyma milljónir tefldra skáka. Hægt er að finna skákir með uppáhaldsbyrjunum skákmannsins og finna hugmyndir frá öðrum skákmönnum. Einnig er vinsælt að láta öflug skákforrit reikna út hverjir bestu leikirnir eru í hverri stöðu. Byrjunarteorían hefur að meginmarkmiði að finna bestu mögulegu reitina fyrir sérhvern taflmann. Gagnlegt er að berjast um völdin á miðborðinu með peðum, styrkja völdin með léttu mönnunum og koma þeim af fyrstu línunni, koman kónginum í skjól með hrókfæringu og tengja síðan hrókana saman. Þegar þetta hefur verið gert hefst miðtaflið.

Miðtaflið er hjarta skákarinnar. Þar á mesta sköpunin sér stað. Leitað er leiða til að ráðast að kóngi andstæðingsins og verja manns eigin kóng, finna veikleika í peðastöðunni eða ráðast á illa staddan mann. Sá sem hefur frumkvæðið eftir byrjunina, getur fundið leiðir til árása, en andstæðingurinn leitar leiða til varnar. Oft er þó sókn besta vörnin. Stundum er hagstætt einfaldlega að skipta upp eins mörgum mönnum og mögulegt er og komast í hagstætt endatafl, þar sem markmiðið er að koma peði upp í borð og yfirleitt vekja upp drottningu.

Endataflið er líklega það stig skákarinnar sem krefst mestrar rökhugsunar. Oft þarf að reikna langt fram í tímann og telja vandlega gang peðanna og kóngsins; enn flóknara er þegar telja þarf gang riddarans. Köld rökhugsun og reiknikunnátta er mikilvægasta hæfnin fyrir þetta stig.

Hver einasti þáttur skákarinnar krefst djúprar greiningar. Til eru fleiri þættir sem rannsaka má frekar; sálarfræði skákarinnar, heimspeki skákmannsins, siðferði skákmannsins, fléttur, fórnir, taktík, skipulag og margt fleira. Þúsundir bóka eru til um skák og hvernig skákmenn geta öðlast meiri styrk.

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

22.6.2000

Spyrjandi

Arnþór Hreinsson

Efnisorð

Tilvísun

Hrannar Baldursson. „Hvað er skák?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=566.

Hrannar Baldursson. (2000, 22. júní). Hvað er skák? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=566

Hrannar Baldursson. „Hvað er skák?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skák?
Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir.


Skákmenn eru hrifnir af ólíkum þáttum skákarinnar. Sumir hafa mestan áhuga á skákinni sem íþrótt. Þeir fá mesta ánægju út úr sigri á andstæðingi eða góðum árangri á skákmóti. Sumum líkar einfaldlega vel við hrifninguna sem myndast þegar falleg leikflétta gengur upp. Sumar fléttur eru svo djúpar og erfitt að finna þær, að þegar skákmaður finnur þær á borði undir tíma- og keppnisálagi, er skákin oft séð sem list. Sumum skákmönnum finnst einfaldlega skemmtilegt að tefla. Ástæðurnar geta verið margar; félagsskapurinn, æfingin, spennan eða einfaldlega ánægjan sem fæst við það eitt að hugsa um leikinn og vera virkur þátttakandi. Enn öðrum finnst einfaldlega ánægjulegt að horfa á skákir, lesa um þær eða rannsaka vandaðar skákir sterkra stórmeistara sem á máli skákmanna kallast, að stúdera.

Allir eru sammála um að skákin er leikur. Fjölmargir skákmenn eru atvinnumenn. Til dæmis fá íslenskir stórmeistarar mánaðarlaun fyrir að vera virkir stórmeistarar og kenna skák við Skákskóla Íslands. Meginmarkmið hverrar skákar er að máta kóng andstæðingsins eða veiða hann í gildru, því að kóngurinn er ekki drepinn heldur aðeins fangaður og þvingaður til uppgjafar.

Skákin er tefld á ferhyrndu borði, með 64 reitum. Hvor keppandinn byrjar leikinn með átta peð, tvo hróka, tvo riddara, tvo biskupa, einn kóng og eina drottningu. Til að þróa hæfni í skák þarf skákmaðurinn að þjálfa augu og huga til að nema víddirnar á skákborðinu. Það þarf ekki einungis að átta sig á lóðréttu og láréttu línunum, heldur verður einnig að þjálfa vel skilning og sýn á skálínum. Hver einasti taflmaður er hreyfður á ólíkan hátt.

Skákrannsóknum er yfirleitt skipt upp í þrjá megin þætti, byrjunina, miðtaflið og endataflið.

Byrjunarrannsóknir má nánast telja til vísinda í dag. Rannsakaðir eru allir bestu kostirnir til að hefja skákina og þá yfirleitt með aðstoð stórra gagnabanka sem geyma milljónir tefldra skáka. Hægt er að finna skákir með uppáhaldsbyrjunum skákmannsins og finna hugmyndir frá öðrum skákmönnum. Einnig er vinsælt að láta öflug skákforrit reikna út hverjir bestu leikirnir eru í hverri stöðu. Byrjunarteorían hefur að meginmarkmiði að finna bestu mögulegu reitina fyrir sérhvern taflmann. Gagnlegt er að berjast um völdin á miðborðinu með peðum, styrkja völdin með léttu mönnunum og koma þeim af fyrstu línunni, koman kónginum í skjól með hrókfæringu og tengja síðan hrókana saman. Þegar þetta hefur verið gert hefst miðtaflið.

Miðtaflið er hjarta skákarinnar. Þar á mesta sköpunin sér stað. Leitað er leiða til að ráðast að kóngi andstæðingsins og verja manns eigin kóng, finna veikleika í peðastöðunni eða ráðast á illa staddan mann. Sá sem hefur frumkvæðið eftir byrjunina, getur fundið leiðir til árása, en andstæðingurinn leitar leiða til varnar. Oft er þó sókn besta vörnin. Stundum er hagstætt einfaldlega að skipta upp eins mörgum mönnum og mögulegt er og komast í hagstætt endatafl, þar sem markmiðið er að koma peði upp í borð og yfirleitt vekja upp drottningu.

Endataflið er líklega það stig skákarinnar sem krefst mestrar rökhugsunar. Oft þarf að reikna langt fram í tímann og telja vandlega gang peðanna og kóngsins; enn flóknara er þegar telja þarf gang riddarans. Köld rökhugsun og reiknikunnátta er mikilvægasta hæfnin fyrir þetta stig.

Hver einasti þáttur skákarinnar krefst djúprar greiningar. Til eru fleiri þættir sem rannsaka má frekar; sálarfræði skákarinnar, heimspeki skákmannsins, siðferði skákmannsins, fléttur, fórnir, taktík, skipulag og margt fleira. Þúsundir bóka eru til um skák og hvernig skákmenn geta öðlast meiri styrk.

...