Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Sigurður Steinþórsson

Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar.



Sólarlag við Dauðahafið.

Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag hans til jarðvísindanna vera það að hann áttaði sig á því fyrstur manna að flest eða öll ferli jarðar eru hringrásir. Og hringurinn er hinn eilífi ferill, án upphafs og endis. Þannig lýsti Hutton því að setið, sem berst til sjávar með vatnsföllum, grafist smám saman undir yngra seti þannig að þykkir setstaflar myndist. Síðar hefjast þeir upp og mynda fellingafjöll í jarðskorpuhreyfingum, og þau fjöll rofna síðan niður aftur og mynda set — og þannig áfram til eilífðarnóns.

Nú er vitað að hafsbotnsskorpan (og þar með setið sem safnast hefur fyrir þar) sekkur niður í jarðmöttulinn á niðurstreymisbeltum, jafnvel allt niður að mörkum jarðmöttuls og jarðkjarna á 2900 km dýpi, þar sem efnið hitnar upp að nýju vegna varmastreymis frá kjarnanum og stígur aftur í átt til yfirborðsins sem hluti af möttulstrókum. Íslenskt berg ber þess merki að vera að hluta til myndað úr slíku efni.

Seltan í sjónum á rætur sínar að rekja til hringrásar í náttúrunni þar sem hún stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum eins og lýst er í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur? Þar segir:
Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Regnið sem fellur á land rennur síðan aftur til sjávar, ýmist eftir yfirborðinu eða það seytlar niður í jörðina og berst burt sem grunnvatn. Vatnið ber með sér ýmis efni sem það leysir úr berginu sem það fer um.

Helstu frumefnin sem árvatn ber með sér í lausn eru kísill, magnesíum, kalsíum og natríum, svo og kolefni úr andrúmsloftinu. Ekki safnast þessi efni þó fyrir í sjónum endalaust, heldur hverfa þau úr honum aftur með ýmsum hætti.

Rannsóknir sýna að seltan í hafinu hefur haldist nokkurn veginn stöðug mikinn hluta jarðsögunnar — þó telja sumir að hún hafi verið 50% hærri á fornlífsöld. Almennt ríkir jafnvægi milli innstreymis uppleystra efna (lindir) og „útstreymis“ (svelgir — á ensku „sources“ og „sinks“). Sem dæmi má nefna að við efnaskipti við leirsteindir í sjávarseti taka skeldýr upp mikið þeim kalsínjónum (Ca 2+) sem til sjávar berst og mynda kalk (CaCO3) í skeljar sínar, en kísilþörungar taka kísilinn (í formi kísilsýru, HSiO4-, sem hvarfast við OH- og myndar SiO2).



Selta úthafanna (við yfirborð) er yfirleitt á bilinu 32 - 37 ‰ en selta Dauðahafsins er um 10 sinnum meiri.

Löngum vissu menn ekki hvað yrði um natrín (Na+) og klór (Cl-) sem til sjávar berst með straumvötnum, fyrir utan uppgufunarset sem myndast í heitum innhöfum. Þannig reyndu jarðefnafræðingar fyrrum að meta aldur sjávar út frá magni Na í sjónum, á þeirri forsendu að efnið safnist einfaldlega í hann með tímanum, og var niðurstaðan um 40 milljón ár. Síðar kom í ljós að efnaskipti sjávar við nýmyndaða hafsbotnsskorpu á miðhafshryggjum er mikilvægasti „svelgur“ Na í kerfinu.

Snúum okkur þá aftur af Dauðahafinu. Það er staðsett á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er innhaf sem áin Jórdan streymir í, en ekkert útstreymi er úr því, enda er það undir sjávarmáli. Uppgufun er í jafnvægi við innstreymið eða var það áður en nýting árinnar til áveitna og fleira kom til sögunnar, þannig að nú lækkar vatnsborðið stöðugt. Ef uppgufun og innstreymi eru í jafnvægi helst yfirborðið það sama þó ekkert útstreymi sé. Hins vegar gufa uppleystu efnin sem berast með árvatninu ekki upp heldur sitja eftir og þannig eykst seltan með tímanum. Hún er nú 26-35%, um 10 sinnum meiri en selta hafsins, og vatnið við mettun — það er salt fellur út jafnhratt og það bætist við.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

23.2.2006

Spyrjandi

Víkingur VíkingssonÞórdís Jóna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er Dauðahafið svona salt?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5665.

Sigurður Steinþórsson. (2006, 23. febrúar). Af hverju er Dauðahafið svona salt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5665

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er Dauðahafið svona salt?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5665>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Dauðahafið svona salt?
Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar.



Sólarlag við Dauðahafið.

Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag hans til jarðvísindanna vera það að hann áttaði sig á því fyrstur manna að flest eða öll ferli jarðar eru hringrásir. Og hringurinn er hinn eilífi ferill, án upphafs og endis. Þannig lýsti Hutton því að setið, sem berst til sjávar með vatnsföllum, grafist smám saman undir yngra seti þannig að þykkir setstaflar myndist. Síðar hefjast þeir upp og mynda fellingafjöll í jarðskorpuhreyfingum, og þau fjöll rofna síðan niður aftur og mynda set — og þannig áfram til eilífðarnóns.

Nú er vitað að hafsbotnsskorpan (og þar með setið sem safnast hefur fyrir þar) sekkur niður í jarðmöttulinn á niðurstreymisbeltum, jafnvel allt niður að mörkum jarðmöttuls og jarðkjarna á 2900 km dýpi, þar sem efnið hitnar upp að nýju vegna varmastreymis frá kjarnanum og stígur aftur í átt til yfirborðsins sem hluti af möttulstrókum. Íslenskt berg ber þess merki að vera að hluta til myndað úr slíku efni.

Seltan í sjónum á rætur sínar að rekja til hringrásar í náttúrunni þar sem hún stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum eins og lýst er í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur? Þar segir:
Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Regnið sem fellur á land rennur síðan aftur til sjávar, ýmist eftir yfirborðinu eða það seytlar niður í jörðina og berst burt sem grunnvatn. Vatnið ber með sér ýmis efni sem það leysir úr berginu sem það fer um.

Helstu frumefnin sem árvatn ber með sér í lausn eru kísill, magnesíum, kalsíum og natríum, svo og kolefni úr andrúmsloftinu. Ekki safnast þessi efni þó fyrir í sjónum endalaust, heldur hverfa þau úr honum aftur með ýmsum hætti.

Rannsóknir sýna að seltan í hafinu hefur haldist nokkurn veginn stöðug mikinn hluta jarðsögunnar — þó telja sumir að hún hafi verið 50% hærri á fornlífsöld. Almennt ríkir jafnvægi milli innstreymis uppleystra efna (lindir) og „útstreymis“ (svelgir — á ensku „sources“ og „sinks“). Sem dæmi má nefna að við efnaskipti við leirsteindir í sjávarseti taka skeldýr upp mikið þeim kalsínjónum (Ca 2+) sem til sjávar berst og mynda kalk (CaCO3) í skeljar sínar, en kísilþörungar taka kísilinn (í formi kísilsýru, HSiO4-, sem hvarfast við OH- og myndar SiO2).



Selta úthafanna (við yfirborð) er yfirleitt á bilinu 32 - 37 ‰ en selta Dauðahafsins er um 10 sinnum meiri.

Löngum vissu menn ekki hvað yrði um natrín (Na+) og klór (Cl-) sem til sjávar berst með straumvötnum, fyrir utan uppgufunarset sem myndast í heitum innhöfum. Þannig reyndu jarðefnafræðingar fyrrum að meta aldur sjávar út frá magni Na í sjónum, á þeirri forsendu að efnið safnist einfaldlega í hann með tímanum, og var niðurstaðan um 40 milljón ár. Síðar kom í ljós að efnaskipti sjávar við nýmyndaða hafsbotnsskorpu á miðhafshryggjum er mikilvægasti „svelgur“ Na í kerfinu.

Snúum okkur þá aftur af Dauðahafinu. Það er staðsett á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er innhaf sem áin Jórdan streymir í, en ekkert útstreymi er úr því, enda er það undir sjávarmáli. Uppgufun er í jafnvægi við innstreymið eða var það áður en nýting árinnar til áveitna og fleira kom til sögunnar, þannig að nú lækkar vatnsborðið stöðugt. Ef uppgufun og innstreymi eru í jafnvægi helst yfirborðið það sama þó ekkert útstreymi sé. Hins vegar gufa uppleystu efnin sem berast með árvatninu ekki upp heldur sitja eftir og þannig eykst seltan með tímanum. Hún er nú 26-35%, um 10 sinnum meiri en selta hafsins, og vatnið við mettun — það er salt fellur út jafnhratt og það bætist við.

Myndir:...