Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa karlmenn hríðahormón?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í heild sinni er spurningin svona:
Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það?

Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og nokkrum öðrum vefjum, þar á meðal í eggjastokkum og eistum.

Oxýtósín hefur ekki haft það orðspor að vera flókið hormón og víst er sameind þess tiltölulega lítil og einföld, efnafræðilega séð. Virkni þess hefur verið sett í samband við fáein vel skilgreind hlutverk sem tengjast fæðingu og mjólkurrennsli, en ítarlegri rannsóknir hafa leitt í ljós fleiri hlutverk. Áhrif þess eru þó best þekkt í kvendýrum þar sem greinilegt er að það gegnir aðallega þremur lífeðlisfræðilegum hlutverkum.

Í fyrsta lagi örvar það rennsli mjólkur úr mjólkurkirtlum. Mjólk er mynduð í mjólkurkirtlum og geymd í svokölluðum kirtilblöðrum innan þeirra. Þaðan spýtist mjólkin í munn barns/ungviðis þegar það sýgur geirvörtuna/spenann. Kirtilblöðrur mjólkurkirtlanna eru umkringdar sléttum vöðvafrumum, en þær eru markfrumur oxýtósíns sem örvar samdrátt þeirra og leiðir til þess að mjólkin spýtist út úr blöðrunum í rásir og hólf mjólkurkirtlanna og þaðan í munn barnsins.



Oxýtósín gegnir mikilvægu hlutverki við brjóstagjöf.

Íslenskt heiti oxýtósíns, hríðahormón, greinir frá öðru hlutverki þess sem er örvun samdráttar í sléttum vöðvum legsins í fæðingu. Í lok meðgöngu verður legið að dragast kröftuglega og lengi saman til að þrýsta barninu út. Á seinni stigum meðgöngunnar eykst fjöldi hríðahormónsviðtaka í frumum sléttra vöðva legsins og er það talið tengjast auknum ertanleika þess. Þegar barnið ertir leghálsinn og leggöngin er híðahormóni seytt og örvar það samdrátt í leginu (fæðingarhríðir) og fæðing hefst. Í þeim tilfellum þar sem hríðirnar duga ekki til að ljúka fæðingu, eða til að koma fæðingu af stað, gefa læknar konum hríðahormónlyf í æð til að örva samdrátt í leginu.

Að fæðingu lokinni er nauðsynlegt að kvendýrið sýni afkvæmi sínu móðurlegt atferli til að það megi vaxa og dafna. Vitað er að við fæðingu og mjólkun eykst magn oxýtósíns í heila- og mænuvökva. Ljóst er af rannsóknum að í heilanum kemur hormónið við sögu við framköllun móðurlegs atferlis.

Þótt ofantalin áhrif oxýtósíns séu óvéfengjanleg hefur þó mikilvægi þess í fæðingu og móðurlegu atferli verið dregið í efa. Komið hefur í ljós að dýr sem mynda ekki hormónið fæða unga og annast þá, þótt komið hafi fram ýmis vandkvæði á mjólkurrennsli hjá þeim. Nú er því talið að oxýtósín sé ekki nauðsynlegt fyrir fæðingu og framköllun móðurlegs atferlis en auðveldi hvort tveggja.

Vitað er að oxýtósín er líka framleitt í karldýrum þótt þau myndi hvorki mjólk né fæði ungviði. Hormónið er myndað á sömu svæðum í undirstúku karldýra og kvendýra, en auk þess myndast það í eistum og jafnvel öðrum líffærum í kynkerfi karldýra. Mæla má gusur af oxýtósíni við sáðlát. Niðurstöður nýlegra rannsókna gefa til kynna að í karldýrum eigi oxýtósín þátt í flutningi sáðfrumna innan kynkerfisins og jafnvel einnig innan kynkerfis kvendýra eftir sáðlát þar sem það er til staðar í sáðvökva. Einnig er mögulegt að það hafi áhrif á kynhegðun karldýra.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

24.2.2006

Spyrjandi

Gestur Gíslason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hafa karlmenn hríðahormón?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2006, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5668.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 24. febrúar). Hafa karlmenn hríðahormón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5668

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hafa karlmenn hríðahormón?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2006. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5668>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa karlmenn hríðahormón?
Í heild sinni er spurningin svona:

Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það?

Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og nokkrum öðrum vefjum, þar á meðal í eggjastokkum og eistum.

Oxýtósín hefur ekki haft það orðspor að vera flókið hormón og víst er sameind þess tiltölulega lítil og einföld, efnafræðilega séð. Virkni þess hefur verið sett í samband við fáein vel skilgreind hlutverk sem tengjast fæðingu og mjólkurrennsli, en ítarlegri rannsóknir hafa leitt í ljós fleiri hlutverk. Áhrif þess eru þó best þekkt í kvendýrum þar sem greinilegt er að það gegnir aðallega þremur lífeðlisfræðilegum hlutverkum.

Í fyrsta lagi örvar það rennsli mjólkur úr mjólkurkirtlum. Mjólk er mynduð í mjólkurkirtlum og geymd í svokölluðum kirtilblöðrum innan þeirra. Þaðan spýtist mjólkin í munn barns/ungviðis þegar það sýgur geirvörtuna/spenann. Kirtilblöðrur mjólkurkirtlanna eru umkringdar sléttum vöðvafrumum, en þær eru markfrumur oxýtósíns sem örvar samdrátt þeirra og leiðir til þess að mjólkin spýtist út úr blöðrunum í rásir og hólf mjólkurkirtlanna og þaðan í munn barnsins.



Oxýtósín gegnir mikilvægu hlutverki við brjóstagjöf.

Íslenskt heiti oxýtósíns, hríðahormón, greinir frá öðru hlutverki þess sem er örvun samdráttar í sléttum vöðvum legsins í fæðingu. Í lok meðgöngu verður legið að dragast kröftuglega og lengi saman til að þrýsta barninu út. Á seinni stigum meðgöngunnar eykst fjöldi hríðahormónsviðtaka í frumum sléttra vöðva legsins og er það talið tengjast auknum ertanleika þess. Þegar barnið ertir leghálsinn og leggöngin er híðahormóni seytt og örvar það samdrátt í leginu (fæðingarhríðir) og fæðing hefst. Í þeim tilfellum þar sem hríðirnar duga ekki til að ljúka fæðingu, eða til að koma fæðingu af stað, gefa læknar konum hríðahormónlyf í æð til að örva samdrátt í leginu.

Að fæðingu lokinni er nauðsynlegt að kvendýrið sýni afkvæmi sínu móðurlegt atferli til að það megi vaxa og dafna. Vitað er að við fæðingu og mjólkun eykst magn oxýtósíns í heila- og mænuvökva. Ljóst er af rannsóknum að í heilanum kemur hormónið við sögu við framköllun móðurlegs atferlis.

Þótt ofantalin áhrif oxýtósíns séu óvéfengjanleg hefur þó mikilvægi þess í fæðingu og móðurlegu atferli verið dregið í efa. Komið hefur í ljós að dýr sem mynda ekki hormónið fæða unga og annast þá, þótt komið hafi fram ýmis vandkvæði á mjólkurrennsli hjá þeim. Nú er því talið að oxýtósín sé ekki nauðsynlegt fyrir fæðingu og framköllun móðurlegs atferlis en auðveldi hvort tveggja.

Vitað er að oxýtósín er líka framleitt í karldýrum þótt þau myndi hvorki mjólk né fæði ungviði. Hormónið er myndað á sömu svæðum í undirstúku karldýra og kvendýra, en auk þess myndast það í eistum og jafnvel öðrum líffærum í kynkerfi karldýra. Mæla má gusur af oxýtósíni við sáðlát. Niðurstöður nýlegra rannsókna gefa til kynna að í karldýrum eigi oxýtósín þátt í flutningi sáðfrumna innan kynkerfisins og jafnvel einnig innan kynkerfis kvendýra eftir sáðlát þar sem það er til staðar í sáðvökva. Einnig er mögulegt að það hafi áhrif á kynhegðun karldýra.

Heimildir og mynd:...