
Þrátt fyrir að margt sé hægt að finna á Netinu núorðið, er hægara sagt en gert að finna upplýsingar um þyngd húss. Hins vegar rakst undirritaður á vef Wired Science en menn þar á bæ veltu sömu spurningu fyrir sér og spyrjandi í tengslum við teiknimyndina Up. Húsið í myndinni er lítið tveggja hæða timburhús og er áætluð þyngd þess um 45 tonn. 45 tonn eru 45.000 kíló eða 45.000.000 grömm. Ef miðað er við að hver blaðra geti lyft 15,7 grömmum þá þarf tæplega 2 milljónir og 900 þúsund gasblöðrur til að lyfta húsinu. Ef að steinsteypt hús væri 10 sinnum þyngra en timburhúsið þyrfti þess vegna um 29 milljón helínblöðrur til að lyfta því. Og ef það væri 100 sinnum þyngra þyrftum við 290 milljón blöðrur! Heimild: Mynd:
- The Pixar Blog. Sótt 5.7.2010.