Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

ÍDÞ

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt!


Hvað ætli þetta séu margar blöðrur?

Þrátt fyrir að margt sé hægt að finna á Netinu núorðið, er hægara sagt en gert að finna upplýsingar um þyngd húss. Hins vegar rakst undirritaður á vef Wired Science en menn þar á bæ veltu sömu spurningu fyrir sér og spyrjandi í tengslum við teiknimyndina Up. Húsið í myndinni er lítið tveggja hæða timburhús og er áætluð þyngd þess um 45 tonn.

45 tonn eru 45.000 kíló eða 45.000.000 grömm. Ef miðað er við að hver blaðra geti lyft 15,7 grömmum þá þarf tæplega 2 milljónir og 900 þúsund gasblöðrur til að lyfta húsinu. Ef að steinsteypt hús væri 10 sinnum þyngra en timburhúsið þyrfti þess vegna um 29 milljón helínblöðrur til að lyfta því. Og ef það væri 100 sinnum þyngra þyrftum við 290 milljón blöðrur!

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.7.2010

Spyrjandi

Sólveig Lind, f. 2000

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2010. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=56701.

ÍDÞ. (2010, 6. júlí). Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56701

ÍDÞ. „Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2010. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56701>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?
Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt!


Hvað ætli þetta séu margar blöðrur?

Þrátt fyrir að margt sé hægt að finna á Netinu núorðið, er hægara sagt en gert að finna upplýsingar um þyngd húss. Hins vegar rakst undirritaður á vef Wired Science en menn þar á bæ veltu sömu spurningu fyrir sér og spyrjandi í tengslum við teiknimyndina Up. Húsið í myndinni er lítið tveggja hæða timburhús og er áætluð þyngd þess um 45 tonn.

45 tonn eru 45.000 kíló eða 45.000.000 grömm. Ef miðað er við að hver blaðra geti lyft 15,7 grömmum þá þarf tæplega 2 milljónir og 900 þúsund gasblöðrur til að lyfta húsinu. Ef að steinsteypt hús væri 10 sinnum þyngra en timburhúsið þyrfti þess vegna um 29 milljón helínblöðrur til að lyfta því. Og ef það væri 100 sinnum þyngra þyrftum við 290 milljón blöðrur!

Heimild:

Mynd:...