Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?

Svavar Sigmundsson

Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslands (2005), bls. 62).

Freysteinn Sigurðsson telur sennilegra að hið forna Eyjarvað hafi verið þar sem nú er Hólmavað, neðan við bæinn Borgir (Hauga), en merki séu þess “að þar hafi áður verið umflotin eyja, sem nú er fastaland vestan megin og þurr farvegurinn vestan hennar” en Hábrekknavað er ofar með ánni (Ferðafélag Íslands árbók 2004, bls. 94-95).

Bakkavað á Hvítá er í landi Stafholtseyjar í Borgarfirði og er lýst þannig í örnefnaskrá:
Sunnan við land jarðarinnar er Farvegur. Það eru leifar eftir farveg Hvítár, áður en hún flutti sig yfir í Þverá, en það hefir gerzt, eftir því sem næst verður komizt, 1536 – 37 ... Frá Votulág og Silungaskurði er sléttur bakki, en nokkuð ofar er svo í Farvegnum Stokkur. Það er þrengsti hluti hans frá Djúpapolli, en lengra er Farvegsnafnið ekki talið ná. En rétt neðan við Djúpapoll er hið forna Bakkavað. Þessir sléttu bakkar með Farvegnum, sem fyrr eru nefndir, ná niður, þar til Farvegur og á mætast.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

27.2.2006

Spyrjandi

Örn Bjarnason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2006. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5671.

Svavar Sigmundsson. (2006, 27. febrúar). Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5671

Svavar Sigmundsson. „Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2006. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5671>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslands (2005), bls. 62).

Freysteinn Sigurðsson telur sennilegra að hið forna Eyjarvað hafi verið þar sem nú er Hólmavað, neðan við bæinn Borgir (Hauga), en merki séu þess “að þar hafi áður verið umflotin eyja, sem nú er fastaland vestan megin og þurr farvegurinn vestan hennar” en Hábrekknavað er ofar með ánni (Ferðafélag Íslands árbók 2004, bls. 94-95).

Bakkavað á Hvítá er í landi Stafholtseyjar í Borgarfirði og er lýst þannig í örnefnaskrá:
Sunnan við land jarðarinnar er Farvegur. Það eru leifar eftir farveg Hvítár, áður en hún flutti sig yfir í Þverá, en það hefir gerzt, eftir því sem næst verður komizt, 1536 – 37 ... Frá Votulág og Silungaskurði er sléttur bakki, en nokkuð ofar er svo í Farvegnum Stokkur. Það er þrengsti hluti hans frá Djúpapolli, en lengra er Farvegsnafnið ekki talið ná. En rétt neðan við Djúpapoll er hið forna Bakkavað. Þessir sléttu bakkar með Farvegnum, sem fyrr eru nefndir, ná niður, þar til Farvegur og á mætast.

...