Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð?

Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það vel þegar í fornu máli. Orðasambandið síðustu forvöð í merkingunni ‘síðasta tækifæri til einhvers; eitthvað er á síðustu stundu’ þekkist þegar snemma á 19. öld. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr bréfi frá 1818:

Eg gríp nú í síðustu forvöð að hripa þér pistil þennan.

Bókstafleg merking orðasambandsins er að nú sé síðasta tækifærið til að stikla eða vaða fyrir klett áður en fellur að og leiðin verður ófær. Leiðin að Gróttuvita á Seltjarnarnesi er aðeins fær um fjöru.

Orðasambandið er notað með ýmsum sögnum en alltaf í merkingunni ‘á síðustu stundu’, til dæmis fresta einhverju fram í síðustu forvöð, komið er í síðustu forvöð að gera eitthvað, fá eitthvað í síðustu forvöð og svo framvegis. Einnig er fleirtalan forvöðum notuð þótt ekki sé það jafn algengt. Í Ritmálsskránni er til dæmis þessi heimild úr tímaritinu Andvara frá 1909:

að fá þingmenn nú á síðustu forvöðum til að íhuga mál þetta nokkru nánar.

Bókstafleg merking er að nú sé síðasta tækifærið til að stikla eða vaða fyrir klett áður en fellur að og leiðin verður ófær.

Heimild:

  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.8.2018

Spyrjandi

Ólafur Þórður Þórðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2018. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56878.

Guðrún Kvaran. (2018, 20. ágúst). Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56878

Guðrún Kvaran. „Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2018. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56878>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð?

Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það vel þegar í fornu máli. Orðasambandið síðustu forvöð í merkingunni ‘síðasta tækifæri til einhvers; eitthvað er á síðustu stundu’ þekkist þegar snemma á 19. öld. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr bréfi frá 1818:

Eg gríp nú í síðustu forvöð að hripa þér pistil þennan.

Bókstafleg merking orðasambandsins er að nú sé síðasta tækifærið til að stikla eða vaða fyrir klett áður en fellur að og leiðin verður ófær. Leiðin að Gróttuvita á Seltjarnarnesi er aðeins fær um fjöru.

Orðasambandið er notað með ýmsum sögnum en alltaf í merkingunni ‘á síðustu stundu’, til dæmis fresta einhverju fram í síðustu forvöð, komið er í síðustu forvöð að gera eitthvað, fá eitthvað í síðustu forvöð og svo framvegis. Einnig er fleirtalan forvöðum notuð þótt ekki sé það jafn algengt. Í Ritmálsskránni er til dæmis þessi heimild úr tímaritinu Andvara frá 1909:

að fá þingmenn nú á síðustu forvöðum til að íhuga mál þetta nokkru nánar.

Bókstafleg merking er að nú sé síðasta tækifærið til að stikla eða vaða fyrir klett áður en fellur að og leiðin verður ófær.

Heimild:

  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...