Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum eftir víg hálfbróður hans, Höskulds. Hróðný, móðir Höskulds, hvatti hins vegar til hefnda. Sögnin eggja merkir að 'hvetja' og virðist sögnin að hvetja oft notuð í stað eggja í síðari alda máli. Merkingarsviðið hefur einnig víkkað. Að eggja e-n lögeggjan merkir nú að 'hvetja e-n mjög til e-s' án þess að lög komi þar við sögu. Hægt er til dæmis að eggja/hvetja e-n lögeggjan að taka sig á, lesa undir próf og standast þau.
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5692.
Guðrún Kvaran. (2006, 8. mars). Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5692
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5692>.