Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gáta: Trukkurinn á brúnni

Stór trukkur er á leið yfir brú. Brúin ber einungis 7000 kg og engu máli skiptir hvar bíllinn er staðsettur, brúin mun alltaf þola sömu þyngd. Trukkurinn er hins vegar nákvæmlega 7000 kg og getur þannig keyrt út á brúna vandræðalaust. Brúin er heldur löng, um 50 km. Enginn annar bíll né nokkuð annað er á ferð um brúna á sama tíma og bíllinn. Þegar trukkurinn er hálfnaður stoppar hann örstutta stund og einmitt á því augnabliki sest lítill 1 kg fugl á trukkinn.

Mun brúin þola álagið? Hvers vegna?Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang. Svar við gátunni verður svo birt í næstu viku, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir.

Lausn við gátunni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir, hefur nú verið birt hér.

Útgáfudagur

16.8.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Trukkurinn á brúnni.“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2010. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=56958.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 16. ágúst). Gáta: Trukkurinn á brúnni. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56958

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Trukkurinn á brúnni.“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2010. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56958>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.