Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hafa leðurblökur sjón?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón?

Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat' eða blindur eins og leðurblaka. Þetta er þó röng staðhæfing því leðurblökur eru alls ekki blindar! Sjón sumra tegunda og ættkvísla er meira að segja afar góð. Ávaxtaleðurblökur gamla heimsins (Pteropodidae) styðjast mun meira við sjónskynjun en leðurblökur sem einskorða fæðunám sitt við skordýraát. Það er vel skiljanlegt þar sem ávaxtaleðurblökunum nægir ekki að greina formið frá bakgrunninum. Þær hafa vísi að vel þróaðri litasjónskynjun sem þær nota til að sjá ávexti innan um gróðurinn.

Leðurblökur beita bergmálsskynjun meira en sjónskynjun. Þær gefa frá sér hátíðnihljóð sem skella á hlutum. Hljóðbylgjurnar endurkastast síðan og leðurblökurnar nema það með stórum eyrum. Endurvarpið gefur leðurblökunni einhvers konar mynd af umhverfi sínu.

Lengi vel var það almenn trú manna að leðurblökur væru blindar þar sem þær halda til og rata vel í myrkri. Sú ályktun var byggð á þvi að mörg dýr sem eru langdvölum í dimmum hellum eru blind og beita öðrum skynfærum til að athafna sig. Í krafti aðlögunar hnignar sjón þeirra smám saman en önnur skynfæri skerpast. Þetta á alls ekki við um leðurblökur. Þær geta engu að síður flogið og ratað ótrúlega vel um í algeru myrkri og beita við það bergmálsskynjun (e. echolocation).

Skynheimur hvala eru ekki ósvipaður skynheimi leðurblaka. Hvalirnir nota bergmálsskynun til að greina umhverfi sitt en hafa einnig góða sjón.

Mynd og heimild:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2006

Spyrjandi

Guðbjörg Grímsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa leðurblökur sjón?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5699.

Jón Már Halldórsson. (2006, 10. mars). Hafa leðurblökur sjón? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5699

Jón Már Halldórsson. „Hafa leðurblökur sjón?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa leðurblökur sjón?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón?

Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat' eða blindur eins og leðurblaka. Þetta er þó röng staðhæfing því leðurblökur eru alls ekki blindar! Sjón sumra tegunda og ættkvísla er meira að segja afar góð. Ávaxtaleðurblökur gamla heimsins (Pteropodidae) styðjast mun meira við sjónskynjun en leðurblökur sem einskorða fæðunám sitt við skordýraát. Það er vel skiljanlegt þar sem ávaxtaleðurblökunum nægir ekki að greina formið frá bakgrunninum. Þær hafa vísi að vel þróaðri litasjónskynjun sem þær nota til að sjá ávexti innan um gróðurinn.

Leðurblökur beita bergmálsskynjun meira en sjónskynjun. Þær gefa frá sér hátíðnihljóð sem skella á hlutum. Hljóðbylgjurnar endurkastast síðan og leðurblökurnar nema það með stórum eyrum. Endurvarpið gefur leðurblökunni einhvers konar mynd af umhverfi sínu.

Lengi vel var það almenn trú manna að leðurblökur væru blindar þar sem þær halda til og rata vel í myrkri. Sú ályktun var byggð á þvi að mörg dýr sem eru langdvölum í dimmum hellum eru blind og beita öðrum skynfærum til að athafna sig. Í krafti aðlögunar hnignar sjón þeirra smám saman en önnur skynfæri skerpast. Þetta á alls ekki við um leðurblökur. Þær geta engu að síður flogið og ratað ótrúlega vel um í algeru myrkri og beita við það bergmálsskynjun (e. echolocation).

Skynheimur hvala eru ekki ósvipaður skynheimi leðurblaka. Hvalirnir nota bergmálsskynun til að greina umhverfi sitt en hafa einnig góða sjón.

Mynd og heimild:

...