Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?

Elín Elísabet Torfadóttir

Maðurinn (Homo sapiens sapiens) hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum.

Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gangast undir kynskiptiaðgerð og væri nú kona, yrði klónaður þá yrði nýi einstaklingurinn karlkyns því að það er samsetning litninganna í frumum einstaklingsins sem ræður því hvort kynið verður. Breytingar sem gerðar eru á líkamanum eftir fæðingu breyta ekki samsetningu litninganna og því verður eftirmyndin af sama kyni og fyrirmyndin var upphaflega, það er að segja ,,gamla" kyninu.

Kynskiptiaðgerð sem felst bæði í skurðaðgerð og hormónameðferð er ekkert öðruvísi en til dæmis aðgerð á fæti að því leyti að hún breytir ekki samsetningu kynlitninganna. Þó svo að karlmaður öðlist þannig útlit konu er ekkert sem breytir því að hún hefur einn X-litning og einn Y-litning í líkamsfrumum sínum eftir aðgerðina og ýmist X-litning eða Y-litning í kynfrumum.

Ekki hafa fundist erfðafræðilegar skýringar á því af hverju einstaklingur fæðist af "vitlausu" kyni eða líkaminn er ekki af sama kyni og persónan ef svo má að orði komast. Þess vegna er ekki hægt að svara því hvort nýi einstaklingurinn verði kynskiptingur eins og frumgerðin eða hvort hann verði sáttur við kyn sitt.


Sjá einnig svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur um kynskiptaaðgerðir

Höfundur

Útgáfudagur

26.6.2000

Spyrjandi

Eiríkur Smith

Tilvísun

Elín Elísabet Torfadóttir. „Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2000. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=570.

Elín Elísabet Torfadóttir. (2000, 26. júní). Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=570

Elín Elísabet Torfadóttir. „Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2000. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=570>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?
Maðurinn (Homo sapiens sapiens) hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum.

Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gangast undir kynskiptiaðgerð og væri nú kona, yrði klónaður þá yrði nýi einstaklingurinn karlkyns því að það er samsetning litninganna í frumum einstaklingsins sem ræður því hvort kynið verður. Breytingar sem gerðar eru á líkamanum eftir fæðingu breyta ekki samsetningu litninganna og því verður eftirmyndin af sama kyni og fyrirmyndin var upphaflega, það er að segja ,,gamla" kyninu.

Kynskiptiaðgerð sem felst bæði í skurðaðgerð og hormónameðferð er ekkert öðruvísi en til dæmis aðgerð á fæti að því leyti að hún breytir ekki samsetningu kynlitninganna. Þó svo að karlmaður öðlist þannig útlit konu er ekkert sem breytir því að hún hefur einn X-litning og einn Y-litning í líkamsfrumum sínum eftir aðgerðina og ýmist X-litning eða Y-litning í kynfrumum.

Ekki hafa fundist erfðafræðilegar skýringar á því af hverju einstaklingur fæðist af "vitlausu" kyni eða líkaminn er ekki af sama kyni og persónan ef svo má að orði komast. Þess vegna er ekki hægt að svara því hvort nýi einstaklingurinn verði kynskiptingur eins og frumgerðin eða hvort hann verði sáttur við kyn sitt.


Sjá einnig svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur um kynskiptaaðgerðir...