Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?

Svavar Sigmundsson

Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur.

Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hrísey, þó að Hrólfssker teljist ekki beint eyja, en það hefur ef til vill legið hærra í sjó á landnámsöld en nú er. Útilokað er að átt hafi verið við Grímsey í þessu sambandi.



Hrólfssker á Eyjafirði lætur ekki mikið yfir sér en er líklega ástæða þess að heiti Eyjafjarðar er í fleirtölu.

Sú tilgáta hefur verið nefnd að nöfnin á Skagafirði og Eyjafirði hafi ruglast og Skagafjörður hafi átt að heita Eyjafjörður vegna Drangeyjar og Málmeyjar en það er harla ólíklegt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:
Í Eyjafirði er aðeins ein eyja (ef skerið Hrólfssker er ekki talið með enda varla eyja), hvers vegna heitir fjörðurinn þá þessu nafni sem gefur til kynna að fleiri en ein eyja sé í firðinum ?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.11.2010

Spyrjandi

Dísa Rún Jóhannsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2010. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57071.

Svavar Sigmundsson. (2010, 30. nóvember). Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57071

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2010. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57071>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur.

Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hrísey, þó að Hrólfssker teljist ekki beint eyja, en það hefur ef til vill legið hærra í sjó á landnámsöld en nú er. Útilokað er að átt hafi verið við Grímsey í þessu sambandi.



Hrólfssker á Eyjafirði lætur ekki mikið yfir sér en er líklega ástæða þess að heiti Eyjafjarðar er í fleirtölu.

Sú tilgáta hefur verið nefnd að nöfnin á Skagafirði og Eyjafirði hafi ruglast og Skagafjörður hafi átt að heita Eyjafjörður vegna Drangeyjar og Málmeyjar en það er harla ólíklegt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:
Í Eyjafirði er aðeins ein eyja (ef skerið Hrólfssker er ekki talið með enda varla eyja), hvers vegna heitir fjörðurinn þá þessu nafni sem gefur til kynna að fleiri en ein eyja sé í firðinum ?
...