Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið merkir orðrétt að fella einhvern og halda honum niðri með hnénu. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að fylgja eftir sigri, sem unnist hefur, oft á harðneskjulegan hátt.

Kviður merkir ‛magi’ og má sjá fyrir sér mann liggja á bakinu eftir fall í átökum og annan sem heldur honum niðri með höndunum og með því að þrýsta öðru hnénu á kvið hans.

Orðasambandið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í Grettis sögu, 15. kafla, segir til dæmis frá viðureign Grettis og ungs manns að nafni Auðunn. Grettir var þá fjórtán vetra en Auðunn nokkrum vetrum eldri. Þeir áttust lengi við en svo fór að Auðunn hafði betur og Grettir féll. ,,Lét þá Auðunn fylgja kné kviði og fór illa með hann.“

Heimild:
  • Íslendinga sögur. 1985. Fyrra bindi, bls. 971. Reykjavík, Svart á hvítu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.12.2010

Spyrjandi

Björn Jakob Tryggvason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57154.

Guðrún Kvaran. (2010, 9. desember). Hvernig lætur maður kné fylgja kviði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57154

Guðrún Kvaran. „Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57154>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?
Orðasambandið merkir orðrétt að fella einhvern og halda honum niðri með hnénu. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að fylgja eftir sigri, sem unnist hefur, oft á harðneskjulegan hátt.

Kviður merkir ‛magi’ og má sjá fyrir sér mann liggja á bakinu eftir fall í átökum og annan sem heldur honum niðri með höndunum og með því að þrýsta öðru hnénu á kvið hans.

Orðasambandið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í Grettis sögu, 15. kafla, segir til dæmis frá viðureign Grettis og ungs manns að nafni Auðunn. Grettir var þá fjórtán vetra en Auðunn nokkrum vetrum eldri. Þeir áttust lengi við en svo fór að Auðunn hafði betur og Grettir féll. ,,Lét þá Auðunn fylgja kné kviði og fór illa með hann.“

Heimild:
  • Íslendinga sögur. 1985. Fyrra bindi, bls. 971. Reykjavík, Svart á hvítu.

Mynd:...