Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?

Svavar Sigmundsson

Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’.

Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi við ána, og eigi það við hávaðana í ánni ofan og neðan við Urriðafoss (Grímnir 3:137).



Urriðafoss í Þjórsá.

En áin gæti ef til vill dregið nafn sitt af svellbunkum sem komu í ána á vetrum við Urriðafoss, samanber indóevrópsku rótina *tēu- ‚bólgna‘ skylt fornensku þēor ‚kýli‘ og íslensku þjó.

Í Noregi er til örnefnið Tjora, dregið af norrænu þjórar (flt.), og á þar við hauga eða hóla. Örnefni með þessari rót eru nokkur til í Noregi og Svíþjóð (Inge Særheim í Namenwelten 2004: 321).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
  • Inge Særheim. Our Oldest Settlement Names. Namenwelten. Orts- und Personennamen in historischer Sicht. Herausgegeben von Astrid van Nahl, Lennart Elmevik und Stefan Brink. Berlin 2004.
  • Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Rvk. 1968.
  • Svavar Sigmundsson. Örnefni í Árnesþingi. Árnesingur II. 1992, bls. 131-132.
  • Þórhallur Vilmundarson. Grímnir. Rit um nafnfræði. 3. 1996.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

23.11.2010

Spyrjandi

Kristín Eva Ólafsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2010, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57179.

Svavar Sigmundsson. (2010, 23. nóvember). Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57179

Svavar Sigmundsson. „Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2010. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57179>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?
Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’.

Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi við ána, og eigi það við hávaðana í ánni ofan og neðan við Urriðafoss (Grímnir 3:137).



Urriðafoss í Þjórsá.

En áin gæti ef til vill dregið nafn sitt af svellbunkum sem komu í ána á vetrum við Urriðafoss, samanber indóevrópsku rótina *tēu- ‚bólgna‘ skylt fornensku þēor ‚kýli‘ og íslensku þjó.

Í Noregi er til örnefnið Tjora, dregið af norrænu þjórar (flt.), og á þar við hauga eða hóla. Örnefni með þessari rót eru nokkur til í Noregi og Svíþjóð (Inge Særheim í Namenwelten 2004: 321).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
  • Inge Særheim. Our Oldest Settlement Names. Namenwelten. Orts- und Personennamen in historischer Sicht. Herausgegeben von Astrid van Nahl, Lennart Elmevik und Stefan Brink. Berlin 2004.
  • Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Rvk. 1968.
  • Svavar Sigmundsson. Örnefni í Árnesþingi. Árnesingur II. 1992, bls. 131-132.
  • Þórhallur Vilmundarson. Grímnir. Rit um nafnfræði. 3. 1996.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.
...