Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvað er sveppasýking?

Magnús Jóhannsson

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um sveppasýkingar, þeirra á meðal:
  • Hvað er vitað um offjölgun Candida albicans í líkama (gersveppasýking)?
  • Hver er orsök og meðferð við sveppasýkingar í munni?
  • Hvað er gersveppasýking?

Svarið hér á eftir er um sveppasýkingar almennt en ekki um einkenni og meðferð við sýkingu á hinum ýmsu stöðum í líkamanum. Slíkt er hins vegar að finna á Doktor.is og eru hlekkir inn á þá pistla neðst í þessu svari.

Undir venjulegum kringumstæðum eru ýmsar örverur á húðinni, bæði bakteríur og sveppir og eru þær nauðsynlegar líkamanum. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað of mikið og myndast þá sýking.Candida albicans.

Algengt er að sveppasýking sé af völdum svepps af tegundinni Candida albicans en hann er til staðar í flestum einstaklingum. Hann er einkum að finna í munni, meltingarfærum og leggöngum og sumir eru einnig með hann á húðinni. Þessi sveppur lifir á líkama okkar í jafnvægi við aðrar örverur eins og bakteríur og gerir okkur alla jafna ekkert mein. Hann gerir meira að segja sennilega gagn með því að halda öðrum óæskilegri sveppum frá á svipaðan hátt og þarmabakteríur (kólíbakteríur) halda öðrum bakteríum í skefjum. Ef eitthvað fer úrskeiðis geta kólíbakteríur valdið sýkingum eða við fáum sveppasýkingu einhvers staðar í líkamanum.

Sveppasýkingar, oftast af völdum candida, hafa fengið vaxandi athygli á undanförnum árum og ástæðurnar eru nokkrar. Nú er auðveldara að greina sveppasýkingar en áður, mikil notkun breiðvirkra sýklalyfja eykur tíðni sveppasýkinga og fjöldi einstaklinga með skert ónæmiskerfi hefur farið vaxandi. Þetta síðastnefnda stafar bæði af lyfjum sem hamla starfsemi ónæmiskerfisins og alnæmi.

Sumir telja að mikil sykurneysla stuðli að sýkingum af candida en það er ósannað. Smábörn fá oft þrusku (sveppasýkingu) í munn, einkum ef þeim er gefinn sykur. Sveppasýkingar af völdum candida eru algengastar í munni (þruska), leggöngum og vélinda en þær geta komið nánast hvar sem er. Yfirleitt gengur vel að lækna sveppasýkingar með lyfjum og menn verða jafngóðir á eftir.Sveppasýking milli táa af völdum Candida albicans.

Í þröngum hópum fólks hefur því verið haldið fram að sýkingar af völdum candida séu orsök margs konar sjúkdóma eða jafnvel flestra sjúkdóma. Þetta endurspeglar viðleitni þessara hópa til þess að einfalda hlutina þannig að flestir sjúkdómar eigi sér sameiginlega orsök og þar með sé hægt að finna eitt lyf eða einhver einföld ráð til að lækna alla þessa sjúkdóma. Heimurinn er hins vegar yfirleitt mun flóknari en við höldum og þessar kenningar byggja ekki á vísindalegum rökum. Nánar er fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju stafar gersveppaóþol? sem finna má á heimasíðu hans.

Á Doktor.is geta áhugasamir lesið um mismunandi sveppasýkingar, bæði af völdum candida og annarra sveppategunda:

Myndir: Tom Volk's Fungi

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2006

Spyrjandi

Ásdís Ármannsdóttir
Þorkatla Sigurgeirsdóttir
Bára Karlsdóttir
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sveppasýking?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2006. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5723.

Magnús Jóhannsson. (2006, 22. mars). Hvað er sveppasýking? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5723

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sveppasýking?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2006. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5723>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sveppasýking?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um sveppasýkingar, þeirra á meðal:

  • Hvað er vitað um offjölgun Candida albicans í líkama (gersveppasýking)?
  • Hver er orsök og meðferð við sveppasýkingar í munni?
  • Hvað er gersveppasýking?

Svarið hér á eftir er um sveppasýkingar almennt en ekki um einkenni og meðferð við sýkingu á hinum ýmsu stöðum í líkamanum. Slíkt er hins vegar að finna á Doktor.is og eru hlekkir inn á þá pistla neðst í þessu svari.

Undir venjulegum kringumstæðum eru ýmsar örverur á húðinni, bæði bakteríur og sveppir og eru þær nauðsynlegar líkamanum. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað of mikið og myndast þá sýking.Candida albicans.

Algengt er að sveppasýking sé af völdum svepps af tegundinni Candida albicans en hann er til staðar í flestum einstaklingum. Hann er einkum að finna í munni, meltingarfærum og leggöngum og sumir eru einnig með hann á húðinni. Þessi sveppur lifir á líkama okkar í jafnvægi við aðrar örverur eins og bakteríur og gerir okkur alla jafna ekkert mein. Hann gerir meira að segja sennilega gagn með því að halda öðrum óæskilegri sveppum frá á svipaðan hátt og þarmabakteríur (kólíbakteríur) halda öðrum bakteríum í skefjum. Ef eitthvað fer úrskeiðis geta kólíbakteríur valdið sýkingum eða við fáum sveppasýkingu einhvers staðar í líkamanum.

Sveppasýkingar, oftast af völdum candida, hafa fengið vaxandi athygli á undanförnum árum og ástæðurnar eru nokkrar. Nú er auðveldara að greina sveppasýkingar en áður, mikil notkun breiðvirkra sýklalyfja eykur tíðni sveppasýkinga og fjöldi einstaklinga með skert ónæmiskerfi hefur farið vaxandi. Þetta síðastnefnda stafar bæði af lyfjum sem hamla starfsemi ónæmiskerfisins og alnæmi.

Sumir telja að mikil sykurneysla stuðli að sýkingum af candida en það er ósannað. Smábörn fá oft þrusku (sveppasýkingu) í munn, einkum ef þeim er gefinn sykur. Sveppasýkingar af völdum candida eru algengastar í munni (þruska), leggöngum og vélinda en þær geta komið nánast hvar sem er. Yfirleitt gengur vel að lækna sveppasýkingar með lyfjum og menn verða jafngóðir á eftir.Sveppasýking milli táa af völdum Candida albicans.

Í þröngum hópum fólks hefur því verið haldið fram að sýkingar af völdum candida séu orsök margs konar sjúkdóma eða jafnvel flestra sjúkdóma. Þetta endurspeglar viðleitni þessara hópa til þess að einfalda hlutina þannig að flestir sjúkdómar eigi sér sameiginlega orsök og þar með sé hægt að finna eitt lyf eða einhver einföld ráð til að lækna alla þessa sjúkdóma. Heimurinn er hins vegar yfirleitt mun flóknari en við höldum og þessar kenningar byggja ekki á vísindalegum rökum. Nánar er fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju stafar gersveppaóþol? sem finna má á heimasíðu hans.

Á Doktor.is geta áhugasamir lesið um mismunandi sveppasýkingar, bæði af völdum candida og annarra sveppategunda:

Myndir: Tom Volk's Fungi...