Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandamál sem koma upp hjá fólki, til dæmis í samskiptum.

Ef reynt er að svara spurningu þinni út frá sjónarmiði atferlisgreiningar væri best að byrja á því að afmarka það sem þú kallar "að vera leiðinlegur". Hvað er það sem strákur segir og gerir þegar hann "er leiðinlegur"? Blótar hann? Er hann með ógnandi augnaráð? Hrindir hann eða meiðir? Svarar hann ekki þegar talað er við hann? Hvað er það sem hann gerir eða gerir ekki sem gerir hann "leiðinlegan"?

Þegar búið er að afmarka vandann út frá athöfnum stráksins er næsta skref að athuga hvenær hann helst hagar sér á þann hátt sem gerir hann "leiðinlegan". Er það í frímínútum? Er það í ákveðnum kennslustundum? Er það eftir skóla? Einnig er gott að átta sig á hvað nákvæmlega leiðir til þess að hann byrjar að vera leiðinlegur. Er það þegar hann er beðinn um að gera eitthvað, til dæmis vinna í hóp, eða sitja og hlusta? Eða þegar leika á tiltekna leiki eða þegar einhver er leiðinlegur við hann? Er það þegar hann er í hóp með öðrum strákum eða þegar hann er skilinn útundan?

Næsta skrefið er að athuga hvað gerist þegar hann er leiðinlegur. Kemst hann upp með það? Horfa allir á hann og finnst hann fyndinn? Fær hann skammir? Er hann sendur í burtu? Koma aðrir og hjálpa honum að vera leiðinlegur?


Sumir eru leiðinlegir vegna þess að þá fá þeir það sem þeir vilja.

Þegar búið er að vinna þessi þrjú skref, það er að afmarka vandann út frá athöfnum, gera sér grein fyrir hvar og hvenær og við hvaða aðstæður vandinn á sér stað og hvað gerist eftir að hann er leiðinlegur þá fyrst er hægt að taka ákvörðun um hvað skal gera til að reyna að draga úr því að hann sé leiðinlegur.

Hugsanlegt er að lausnin felist í því að strákurinn fái ekki "að komast upp með" að vera leiðinlegur, það er að það að vera leiðinlegur leiði ekki til þess að hann fái eitthvað sem hann vill, til dæmis athygli annarra krakka eða fullorðins fólks, eða að sleppa við það sem hann vill ekki gera. Sumir verða nefnilega leiðinlegir ef þeir læra að það borgar sig; þá sleppa þeir til dæmis við verkefni sem þeir vilja ekki vinna, því þeir sem eru í kringum mann nenna ekki að tala við mann þegar maður er "leiðinlegur".

Atferlisgreiningin gæti vel leitt í ljós að lausnin sé fólgin í að strákurinn læri að sé hann leiðinlegur þá fái hann ekki það sem hann sækist eftir. Til dæmis væri hægt að hunsa hann alveg á meðan hann er leiðinlegur. Einnig væri hægt að láta hann gera það sem hann á að gera þrátt fyrir að hann sé leiðinlegur. En það sem væri nauðsynlegt að gera jafnframt þessu er að vera góð við hann, eða láta hann fá það sem hann sækist eftir, til dæmis vinskap, athygli, frið eða góðar og skemmtilegar stundir, þegar hann gerir allt annað en að vera leiðinlegur, það er þegar hann er venjulegur og gerir ekki það sem gerir hann leiðinlegan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

dósent í sálfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. „Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2006. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5724.

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. (2006, 22. mars). Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5724

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. „Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2006. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5724>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?
Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandamál sem koma upp hjá fólki, til dæmis í samskiptum.

Ef reynt er að svara spurningu þinni út frá sjónarmiði atferlisgreiningar væri best að byrja á því að afmarka það sem þú kallar "að vera leiðinlegur". Hvað er það sem strákur segir og gerir þegar hann "er leiðinlegur"? Blótar hann? Er hann með ógnandi augnaráð? Hrindir hann eða meiðir? Svarar hann ekki þegar talað er við hann? Hvað er það sem hann gerir eða gerir ekki sem gerir hann "leiðinlegan"?

Þegar búið er að afmarka vandann út frá athöfnum stráksins er næsta skref að athuga hvenær hann helst hagar sér á þann hátt sem gerir hann "leiðinlegan". Er það í frímínútum? Er það í ákveðnum kennslustundum? Er það eftir skóla? Einnig er gott að átta sig á hvað nákvæmlega leiðir til þess að hann byrjar að vera leiðinlegur. Er það þegar hann er beðinn um að gera eitthvað, til dæmis vinna í hóp, eða sitja og hlusta? Eða þegar leika á tiltekna leiki eða þegar einhver er leiðinlegur við hann? Er það þegar hann er í hóp með öðrum strákum eða þegar hann er skilinn útundan?

Næsta skrefið er að athuga hvað gerist þegar hann er leiðinlegur. Kemst hann upp með það? Horfa allir á hann og finnst hann fyndinn? Fær hann skammir? Er hann sendur í burtu? Koma aðrir og hjálpa honum að vera leiðinlegur?


Sumir eru leiðinlegir vegna þess að þá fá þeir það sem þeir vilja.

Þegar búið er að vinna þessi þrjú skref, það er að afmarka vandann út frá athöfnum, gera sér grein fyrir hvar og hvenær og við hvaða aðstæður vandinn á sér stað og hvað gerist eftir að hann er leiðinlegur þá fyrst er hægt að taka ákvörðun um hvað skal gera til að reyna að draga úr því að hann sé leiðinlegur.

Hugsanlegt er að lausnin felist í því að strákurinn fái ekki "að komast upp með" að vera leiðinlegur, það er að það að vera leiðinlegur leiði ekki til þess að hann fái eitthvað sem hann vill, til dæmis athygli annarra krakka eða fullorðins fólks, eða að sleppa við það sem hann vill ekki gera. Sumir verða nefnilega leiðinlegir ef þeir læra að það borgar sig; þá sleppa þeir til dæmis við verkefni sem þeir vilja ekki vinna, því þeir sem eru í kringum mann nenna ekki að tala við mann þegar maður er "leiðinlegur".

Atferlisgreiningin gæti vel leitt í ljós að lausnin sé fólgin í að strákurinn læri að sé hann leiðinlegur þá fái hann ekki það sem hann sækist eftir. Til dæmis væri hægt að hunsa hann alveg á meðan hann er leiðinlegur. Einnig væri hægt að láta hann gera það sem hann á að gera þrátt fyrir að hann sé leiðinlegur. En það sem væri nauðsynlegt að gera jafnframt þessu er að vera góð við hann, eða láta hann fá það sem hann sækist eftir, til dæmis vinskap, athygli, frið eða góðar og skemmtilegar stundir, þegar hann gerir allt annað en að vera leiðinlegur, það er þegar hann er venjulegur og gerir ekki það sem gerir hann leiðinlegan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...