Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Voru biskupar barðir fyrr á öldum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?
Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunni af Guðmundi biskupi góða er frá því sagt að hann hafi verið heldur ódæll í æsku og verið barinn til bókar, það er honum var refsað ef hann lagði ekki að sér við námið. Hann náði þó að verða biskup, ef til vill vegna þess að hann var tuktaður til, barinn.

Máltækið gæti átt óbeint rætur að rekja til Guðmundar sögu en verið um leið þýðing á latneskum málshætti, til dæmis per arduum ad astra 'með erfiði til stjarnanna'. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924:586) er sambærilegt máltæki, tugt og lære giver brød og ære, notað sem þýðing á 'enginn verður óbarinn biskup'.

Orðasambandið að berja einhvern til bókar er þekkt úr fornu máli og er notað enn í dag þótt fáum sé haldið að bóklestri nú til dags með barsmíðum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Linda Árnadóttir
Magnús Símonarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Voru biskupar barðir fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5744.

Guðrún Kvaran. (2006, 30. mars). Voru biskupar barðir fyrr á öldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5744

Guðrún Kvaran. „Voru biskupar barðir fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5744>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?
Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunni af Guðmundi biskupi góða er frá því sagt að hann hafi verið heldur ódæll í æsku og verið barinn til bókar, það er honum var refsað ef hann lagði ekki að sér við námið. Hann náði þó að verða biskup, ef til vill vegna þess að hann var tuktaður til, barinn.

Máltækið gæti átt óbeint rætur að rekja til Guðmundar sögu en verið um leið þýðing á latneskum málshætti, til dæmis per arduum ad astra 'með erfiði til stjarnanna'. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924:586) er sambærilegt máltæki, tugt og lære giver brød og ære, notað sem þýðing á 'enginn verður óbarinn biskup'.

Orðasambandið að berja einhvern til bókar er þekkt úr fornu máli og er notað enn í dag þótt fáum sé haldið að bóklestri nú til dags með barsmíðum....