Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum.
Við eigum svör á Vísindavefnum um hamfarirnar sem urðu þegar risaeðlurnar hurfu af yfirborði jarðar. Talið er að annars vegar hafi orðið gríðarleg eldgos í Himalajafjöllum og hins vegar hafi geysistór loftsteinn fallið á jörðina við Mexíkóflóa. Í báðum tilvikum hefur jörðin hulist miklum rykmekki og sólarljós hætt að ná niður að yfirborði. Við það hefur orðið myrkur og kuldi sem margar lífverur, bæði plöntur og dýr, hafa ekki þolað. Sumar tegundir hafa þó þolað þetta betur en aðrar, af ýmsum ástæðum.
Spendýr voru til dæmis komin til sögunnar á tímum risaeðlanna en þau voru smávaxin miðað við þær og fór lítið fyrir þeim í lífríkinu. Spendýr hafa heitt blóð og þola hitabreytingar betur en skriðdýr eins og risaeðlur sem hafa kalt blóð. Þess vegna lifðu þau frekar af en eðlurnar. Svo þegar þær hurfu má segja að spendýrin hafi farið að blómstra fyrir alvöru; þau "lögðu þá undir sig" jörðina.
ÞV. „Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5748.
ÞV. (2006, 30. mars). Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5748
ÞV. „Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5748>.