Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?

ÞV

Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður."

Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti og æxlun, breytileika og þróun. Erfðaefnið er líka í grundvallaratriðum sameiginlegt öllu lífi á jörðinni; í öllum lífverum er kjarnsýran DNA. Fjöldinn allur af einföldum athugunum styður þessa ályktun um eina rót lífsins og má nefna sem dæmi að sömu efni verka í ýmsum tilvikum sem eitur á allar lífverur. Unnt er að rekja þróun lífsins í meginatriðum alla leið frá hinni sameiginlegu rót. Nýjar tegundir hafa orðið til með þróun í gervallri jarðsögunni allar götur síðan fyrsta lífveran kom til.

Hitt má ekki heldur gleymast að margar tegundir hafa dáið út, til dæmis vegna breytinga á umhverfi, þar á meðal náttúruhamfara, og vegna beinnar samkeppni við aðrar tegundir. Gott dæmi um þetta er útdauði risaeðlanna en orsakir hans eru raktar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út? Til að gera sér fulla grein fyrir skýringarmætti þróunarkenningarinnar er ekki síður mikilvægt að skilja útdauða tegunda en tilkomu nýrra. Þótt undarlegt megi virðast er útdauðinn nefnilega ekki síður "skapandi" afl í þróunarsögunni en nýmyndun tegunda!

Þegar Darwin birti bók sína Um uppruna tegundanna árið 1859 stillti hann sig um að fullyrða að lífið væri komið af einni og aðeins einni rót, en talið er að hann hafi viljað leyfa lesendum sínum að taka eitt skref í einu. Í seinni bókum sínum á næstu áratugum tók hann hins vegar af skarið. Uppgötvun erfðaefnisins DNA hefur enn orðið til að styrkja ályktanir hans og þá fullyrðingu sem sett er fram í upphafi svarsins.

Sjá einnig svör sem finna má með lykilorðunum "þróunarkenning" eða "þróunarfræði".

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.6.2000

Spyrjandi

Óskar Ingi Magnússon, f. 1986

Tilvísun

ÞV. „Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2000, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=575.

ÞV. (2000, 26. júní). Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=575

ÞV. „Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2000. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=575>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?
Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður."

Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti og æxlun, breytileika og þróun. Erfðaefnið er líka í grundvallaratriðum sameiginlegt öllu lífi á jörðinni; í öllum lífverum er kjarnsýran DNA. Fjöldinn allur af einföldum athugunum styður þessa ályktun um eina rót lífsins og má nefna sem dæmi að sömu efni verka í ýmsum tilvikum sem eitur á allar lífverur. Unnt er að rekja þróun lífsins í meginatriðum alla leið frá hinni sameiginlegu rót. Nýjar tegundir hafa orðið til með þróun í gervallri jarðsögunni allar götur síðan fyrsta lífveran kom til.

Hitt má ekki heldur gleymast að margar tegundir hafa dáið út, til dæmis vegna breytinga á umhverfi, þar á meðal náttúruhamfara, og vegna beinnar samkeppni við aðrar tegundir. Gott dæmi um þetta er útdauði risaeðlanna en orsakir hans eru raktar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út? Til að gera sér fulla grein fyrir skýringarmætti þróunarkenningarinnar er ekki síður mikilvægt að skilja útdauða tegunda en tilkomu nýrra. Þótt undarlegt megi virðast er útdauðinn nefnilega ekki síður "skapandi" afl í þróunarsögunni en nýmyndun tegunda!

Þegar Darwin birti bók sína Um uppruna tegundanna árið 1859 stillti hann sig um að fullyrða að lífið væri komið af einni og aðeins einni rót, en talið er að hann hafi viljað leyfa lesendum sínum að taka eitt skref í einu. Í seinni bókum sínum á næstu áratugum tók hann hins vegar af skarið. Uppgötvun erfðaefnisins DNA hefur enn orðið til að styrkja ályktanir hans og þá fullyrðingu sem sett er fram í upphafi svarsins.

Sjá einnig svör sem finna má með lykilorðunum "þróunarkenning" eða "þróunarfræði"....