Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dreymir mann?

HMS

Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt.

Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu hreinlega afleiðing af þeirri miklu heilavirkni sem á sér stað í svefni.

Í REM-svefni er heilavirkni mikil og draumar sömuleiðis algengir. Ein kenningin er að í REM-svefni styrkist nýjar minningar og tengist við eldri. Þess vegna skýrist algengi drauma á þessu svefnstigi ef til vill einfaldlega af því að verið er að „taka til“ í heilanum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Bryndís Erlingsdóttir, f. 1992
Sveinn og Eiður, f. 1997
Indriði Theódór Hjaltason, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Af hverju dreymir mann?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5756.

HMS. (2006, 30. mars). Af hverju dreymir mann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5756

HMS. „Af hverju dreymir mann?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dreymir mann?
Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt.

Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu hreinlega afleiðing af þeirri miklu heilavirkni sem á sér stað í svefni.

Í REM-svefni er heilavirkni mikil og draumar sömuleiðis algengir. Ein kenningin er að í REM-svefni styrkist nýjar minningar og tengist við eldri. Þess vegna skýrist algengi drauma á þessu svefnstigi ef til vill einfaldlega af því að verið er að „taka til“ í heilanum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur...