Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?

Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'börn', og fleiri. Latneska sögnin í fyrstu persónu eintölu er raunar samhljóða orðinu sem spurt er um: libero, 'ég frelsa'.

Orðið lido er líka í ítölsku orðabókinni. Það er nafnorð sem þýðir 'strönd' eða sér í lagi 'baðströnd'. Það er þekkt úr ýmsum sérnöfnum, til dæmis var einu sinni til skemmtistaður í Reykjavík sem hét 'Lídó' og var þar sem Tónabær er núna.

Útgáfudagur

27.6.2000

Spyrjandi

Valgerður Kristinsdóttir

Efnisorð

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2000. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=576.

ÞV. (2000, 27. júní). Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=576

ÞV. „Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2000. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=576>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.