Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja að bær hafi getað dregið nafn af því.
Bærinn Gemlufall. Vegurinn liggur um Gemlufallsheiði, leiðina milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.
Kjartan Ólafsson segir, að „[s]é horft á klettahornið Gemlu neðan frá Mýramel minnir brún þess á gamla tönn og er líklegt að nafnið skýrist af því“ (Árbók 1999, bls. 211). Spurningin er líka hvort fall geti merkt hér ‚halli, bratti‘ (Grímnir 3:81-82) en engin bein dæmi eru um þá merkingu orðsins. Ljóst er af þessu að merking bæjarnafnsins liggur alls ekki í augum uppi.
Heimildir og mynd:
Grímnir 3. Rit um nafnfræði. Rvk. 1996.
Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk 900-1900, Árbók Ferðafélags Íslands 1999. Rvk. 1999.
Svavar Sigmundsson. „Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57617.
Svavar Sigmundsson. (2011, 31. maí). Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57617
Svavar Sigmundsson. „Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57617>.