Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvað er glerharpa?

HMS

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761.

Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tóna. Spilað var á glösin með því að væta á þeim brúnirnar og renna síðan fingrinum eftir þeim; þannig söng í glösunum. Hægt var að fá fram mismunandi tóna með því að nota misstór glös, eða með því að hafa mismikið vatnsmagn í þeim.

Eitt vandamálið við að spila á glerglös var að hvert glas spilaði aðeins einn tón, svo ef flytja átti tónverk þurfti að nota mörg glös. Í glerhörpu Franklins var aftur á móti mörgum misstórum skálum raðað þannig að þær lágu á hlið; minni skál var inni í stærri skál, sem aftur var sett inn í enn stærri skál og svo framvegis. Ennfremur var hægt að snúa þeim öllum samtímis með því að stíga á fótstig. Undir skálunum var nokkurs konar trog fyllt með vatni, þannig að brúnir skálanna voru sífellt votar. Ekki þurfti að renna fingrinum eftir brúnum skálanna heldur var nóg að halda honum stöðugum en snúa þess í stað skálunum. Við það myndaðist tónn.

Glerharpan varð strax gífurlega vinsælt hljóðfæri, og mörg tónskáld, þar á meðal Mozart og Beethoven, sömdu fyrir það verk.

Á þessari síðu má svo finna sýndarútgáfu af glerhörpu, þar sem lesendur Vísindavefsins geta spreytt sig á að leika á hljóðfærið.

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Daníel Freyr, f. 1992

Tilvísun

HMS. „Hvað er glerharpa?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5765.

HMS. (2006, 30. mars). Hvað er glerharpa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5765

HMS. „Hvað er glerharpa?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5765>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er glerharpa?
Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761.

Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tóna. Spilað var á glösin með því að væta á þeim brúnirnar og renna síðan fingrinum eftir þeim; þannig söng í glösunum. Hægt var að fá fram mismunandi tóna með því að nota misstór glös, eða með því að hafa mismikið vatnsmagn í þeim.

Eitt vandamálið við að spila á glerglös var að hvert glas spilaði aðeins einn tón, svo ef flytja átti tónverk þurfti að nota mörg glös. Í glerhörpu Franklins var aftur á móti mörgum misstórum skálum raðað þannig að þær lágu á hlið; minni skál var inni í stærri skál, sem aftur var sett inn í enn stærri skál og svo framvegis. Ennfremur var hægt að snúa þeim öllum samtímis með því að stíga á fótstig. Undir skálunum var nokkurs konar trog fyllt með vatni, þannig að brúnir skálanna voru sífellt votar. Ekki þurfti að renna fingrinum eftir brúnum skálanna heldur var nóg að halda honum stöðugum en snúa þess í stað skálunum. Við það myndaðist tónn.

Glerharpan varð strax gífurlega vinsælt hljóðfæri, og mörg tónskáld, þar á meðal Mozart og Beethoven, sömdu fyrir það verk.

Á þessari síðu má svo finna sýndarútgáfu af glerhörpu, þar sem lesendur Vísindavefsins geta spreytt sig á að leika á hljóðfærið.

Heimildir og mynd

...