Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?

Í óformlegu tali um peninga er oft notaður síðari liðurinn -kall, fimmkall, tíkall, fimmtíukall, hundraðkall og svo framvegis, -kall er framburðarmynd af karl. Þessi notkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um aldamótin 1900. Hún er líklegast komin úr dönsku þar sem orðin femkarl og tikarl voru notuð áður um fimm- og tíukrónu peninga.

Útgáfudagur

31.3.2006

Spyrjandi

Davíð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2006. Sótt 28. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5767.

Guðrún Kvaran. (2006, 31. mars). Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5767

Guðrún Kvaran. „Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2006. Vefsíða. 28. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5767>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórunn Rafnar

1958

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins.