Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er minnsti snákurinn?

Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd.Rákadútla (Leptotyphlops bilineatus) er talinn

vera minnsti snákur í heimi

Það getur reynst erfitt að segja til um með fullri vissu hvaða snákategund er minnst allra en martinique-blindormurinn, sem einnig hefur verið kallaður rákadútla á íslensku (Leptotyphlops bilineatus), kemur sterklega til greina. Snákar af þessari tegund eru um 8 til 10 cm á lengd, en lengsti einstaklingurinn sem fundist hefur var 10,8 cm langur. Þessir snákar lifa villtir á Antillaeyjum í Karíbahafi. Helsta fæða svo smárra snáka eru skordýr svo sem maurar og termítar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um snáka, til dæmis:

Útgáfudagur

31.3.2006

Spyrjandi

Einar Leó, f. 1992

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

JMH. „Hver er minnsti snákurinn?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2006. Sótt 26. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5768.

JMH. (2006, 31. mars). Hver er minnsti snákurinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5768

JMH. „Hver er minnsti snákurinn?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2006. Vefsíða. 26. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5768>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Birna María Svanbjörnsdóttir

1964

Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi.