Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

HMS

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur)
  • Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut)

Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjónir.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar? kemur aftur á móti fram að stjörnur eru ekki allar hvítar. Sólin okkar er til dæmis stjarna og hún er gul. Stjörnur geta því haft lit, til dæmis verið rauðar eða bláar, og liturinn fer eftir hitastigi þeirra. Okkur virðist aftur á móti flestar stjörnur vera hvítar vegna þess hversu litlar og daufar þær eru.


Litur stjarna fer eftir hitastigi þeirra.

Einnig finnst okkur stjörnur stundum skipta litum, en það er aðallega vegna þess að við horfum á stjörnurnar í gegnum ókyrran lofthjúp jarðarinnar, eins og lesa má nánar um í svarinu Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum? eftir Sævar Helga Bragason.

Reikistjörnur hafa líka hver sinn lit, rétt eins og stjörnurnar. Mars er til dæmis rauð reikistjarna. Litur reikistjarna fer aðallega eftir því efni sem þær eru gerðar úr, en einnig getur hann farið eftir gerð lofthjúpsins.

Að lokum má geta þess að litur hvaða fyrirbæra sem er fer að hluta til eftir þeim sem horfir á þau. Ljós af tiltekinni bylgjulengd getur virst mismunandi á litinn eftir tilefni, til dæmis eftir því hvernig litirnir í umhverfinu eru. Vilji menn fræðast um litaskynjun er þeim bent á að smella á leitarorðið "litir" hér fyrir neðan.

Mynd: The Hubble Heritage Project.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.4.2006

Spyrjandi

Þórhildur Einarsdóttir, f. 1995
Stella Rut Guðmundsdóttir, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn? “ Vísindavefurinn, 4. apríl 2006. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5774.

HMS. (2006, 4. apríl). Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5774

HMS. „Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn? “ Vísindavefurinn. 4. apr. 2006. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5774>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur)
  • Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut)

Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjónir.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar? kemur aftur á móti fram að stjörnur eru ekki allar hvítar. Sólin okkar er til dæmis stjarna og hún er gul. Stjörnur geta því haft lit, til dæmis verið rauðar eða bláar, og liturinn fer eftir hitastigi þeirra. Okkur virðist aftur á móti flestar stjörnur vera hvítar vegna þess hversu litlar og daufar þær eru.


Litur stjarna fer eftir hitastigi þeirra.

Einnig finnst okkur stjörnur stundum skipta litum, en það er aðallega vegna þess að við horfum á stjörnurnar í gegnum ókyrran lofthjúp jarðarinnar, eins og lesa má nánar um í svarinu Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum? eftir Sævar Helga Bragason.

Reikistjörnur hafa líka hver sinn lit, rétt eins og stjörnurnar. Mars er til dæmis rauð reikistjarna. Litur reikistjarna fer aðallega eftir því efni sem þær eru gerðar úr, en einnig getur hann farið eftir gerð lofthjúpsins.

Að lokum má geta þess að litur hvaða fyrirbæra sem er fer að hluta til eftir þeim sem horfir á þau. Ljós af tiltekinni bylgjulengd getur virst mismunandi á litinn eftir tilefni, til dæmis eftir því hvernig litirnir í umhverfinu eru. Vilji menn fræðast um litaskynjun er þeim bent á að smella á leitarorðið "litir" hér fyrir neðan.

Mynd: The Hubble Heritage Project....