Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi?

HMH

Elsta heimild skráð í Orðabók Háskólans um orðið brandari er Íslensk sagnablöð útgefin að tilhlutun Hins íslenzka Bókmentafélags frá fyrri hluta 19. aldar. En þar er orðið notað í öðru samhengi, sem eldfæri frekar en gamanmál. Elsta heimild um orðið í merkingu skrýtlu er í greinasafni Einars Ól. Sveinssonar, Við uppspretturnar frá 1956.

Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal segir orðið tekið úr dönsku, af brander sem þýðir orðaleikur. Brand merkir hins vegar bruni eða eldsvoði og bendir Ásgeir á mögulega tengingu: hláturkveikir.

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.6.2000

Spyrjandi

Halldór Eiríksson

Tilvísun

HMH. „Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi? “ Vísindavefurinn, 27. júní 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=578.

HMH. (2000, 27. júní). Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=578

HMH. „Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi? “ Vísindavefurinn. 27. jún. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=578>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi?
Elsta heimild skráð í Orðabók Háskólans um orðið brandari er Íslensk sagnablöð útgefin að tilhlutun Hins íslenzka Bókmentafélags frá fyrri hluta 19. aldar. En þar er orðið notað í öðru samhengi, sem eldfæri frekar en gamanmál. Elsta heimild um orðið í merkingu skrýtlu er í greinasafni Einars Ól. Sveinssonar, Við uppspretturnar frá 1956.

Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal segir orðið tekið úr dönsku, af brander sem þýðir orðaleikur. Brand merkir hins vegar bruni eða eldsvoði og bendir Ásgeir á mögulega tengingu: hláturkveikir....