Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

ÞV

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð.

Þyngdarkraftur milli tveggja hluta er þeim mun meiri sem þeir eru nær hvor öðrum. Þess vegna verður sú hlið tunglsins sem að okkur snýr fyrir meiri þyngdarkrafti frá jörð en hin hliðin sem snýr frá okkur. Krafturinn sem verkar á nálægari hliðina er meiri en þarf til að halda henni á braut um jörð og umframkrafturinn kemur fram sem togkraftur miðað við tunglmiðju. Krafturinn á fjarlægari hliðina er minni en þarf til að halda henni á braut og það kemur líka fram sem togkraftur út á við miðað við miðju tunglsins. Þetta veldur því að tunglið verður eilítið ílangt og jafnframt verður það í jafnvægi gagnvart snúningi með því að snúa alltaf sömu hlið eða sama "enda" að jörð.

Nánar má lesa um þetta í svari okkar við spurningunni Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.4.2006

Spyrjandi

Guðmundur Þorsteinsson

Tilvísun

ÞV. „Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2006, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5780.

ÞV. (2006, 4. apríl). Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5780

ÞV. „Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2006. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5780>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð.

Þyngdarkraftur milli tveggja hluta er þeim mun meiri sem þeir eru nær hvor öðrum. Þess vegna verður sú hlið tunglsins sem að okkur snýr fyrir meiri þyngdarkrafti frá jörð en hin hliðin sem snýr frá okkur. Krafturinn sem verkar á nálægari hliðina er meiri en þarf til að halda henni á braut um jörð og umframkrafturinn kemur fram sem togkraftur miðað við tunglmiðju. Krafturinn á fjarlægari hliðina er minni en þarf til að halda henni á braut og það kemur líka fram sem togkraftur út á við miðað við miðju tunglsins. Þetta veldur því að tunglið verður eilítið ílangt og jafnframt verður það í jafnvægi gagnvart snúningi með því að snúa alltaf sömu hlið eða sama "enda" að jörð.

Nánar má lesa um þetta í svari okkar við spurningunni Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?...