Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar!

Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á jörðinni eða hvort það barst hingað utan úr geimnum. Margir telja líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yfirborði jarðar. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

En það eru ekki allir á jörðinni, geimfarar yfirgefa til að mynda jörðina í geimferðum og það gera menn líka þegar þeir fljúga í flugvélum. Litlar líkur eru á því að mennirnir flytjist eitthvað annað í bráð, til að mynda til annarra reikistjarna eða annarra sólkerfa. Ef við ætluðum að kanna önnur sólkerfi og flytjast þangað tæki sjálf ferðin okkur margar aldir. Nálægasta stjarna við okkur fyrir utan sólina er Proxima Centauri en hún er samt í rúmlega 4 ljósára fjarlægð frá okkur. Á ljóshraða tæki það okkur þess vegna 4 ár að flytja okkur um set en eins og lesendur Vísindavefsins vita getur ekkert farartæki komist á ljóshraða.

Við erum þess vegna á jörðinni af því að við urðum til þar og eigum erfitt með að flytja okkur annað.

Útgáfudagur

4.4.2006

Spyrjandi

Einar Valur, f. 1995

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju erum við á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2006. Sótt 25. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5781.

JGÞ. (2006, 4. apríl). Af hverju erum við á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5781

JGÞ. „Af hverju erum við á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2006. Vefsíða. 25. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5781>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jónas R. Viðarsson

1971

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og Nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.