Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er orðið refskák dregið?

Guðrún Kvaran

Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299.

Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eða rissuðu reitina á bréf. Annar leikmaðurinn hefur tófu (refinn) en hinn 13 lömb. Gler eða kaffibaunir voru oftast notaðar fyrir lömb en hnappur eða fingurbjörg fyrir tófu. Tófan var sett á mitt taflborðið en lömbunum raðað á 13 reiti. Leikurinn felst í því að tófan á að reyna að drepa sem flest lömb með því að hoppa yfir þau ef auður reitur er við hliðina á reit lambsins. Miklu auðveldara er að stýra lömbunum en markmið þess leikmanns er að króa tófuna af þannig að hún geti sig hvergi hreyft. Refskák var mjög algengt tafl fyrr á öldum. Bent hefur verið á að refskák sé sama tafl og það sem nefnt er hneftafl í fornum sögum og sé það rétt er taflið mjög gamalt.

Refskák í daglegu tali tengist oftar en ekki pólitík.

Nú á dögum er orðið refskák stundum notað í yfirfærðri merkingu. Er til dæmis talað um pólitíska refskák og refskák í verslun og viðskiptum sem yfirleitt felst í því að koma öðrum á kné.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er refskák?
sem Magnús Torfi bar fram.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.2.2011

Spyrjandi

Viðar Eggertsson, Magnús Torfi

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið refskák dregið?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2011. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=57859.

Guðrún Kvaran. (2011, 4. febrúar). Af hverju er orðið refskák dregið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57859

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið refskák dregið?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2011. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57859>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið refskák dregið?
Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299.

Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eða rissuðu reitina á bréf. Annar leikmaðurinn hefur tófu (refinn) en hinn 13 lömb. Gler eða kaffibaunir voru oftast notaðar fyrir lömb en hnappur eða fingurbjörg fyrir tófu. Tófan var sett á mitt taflborðið en lömbunum raðað á 13 reiti. Leikurinn felst í því að tófan á að reyna að drepa sem flest lömb með því að hoppa yfir þau ef auður reitur er við hliðina á reit lambsins. Miklu auðveldara er að stýra lömbunum en markmið þess leikmanns er að króa tófuna af þannig að hún geti sig hvergi hreyft. Refskák var mjög algengt tafl fyrr á öldum. Bent hefur verið á að refskák sé sama tafl og það sem nefnt er hneftafl í fornum sögum og sé það rétt er taflið mjög gamalt.

Refskák í daglegu tali tengist oftar en ekki pólitík.

Nú á dögum er orðið refskák stundum notað í yfirfærðri merkingu. Er til dæmis talað um pólitíska refskák og refskák í verslun og viðskiptum sem yfirleitt felst í því að koma öðrum á kné.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er refskák?
sem Magnús Torfi bar fram....