Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?

Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur hefur sömu áhrif. Áheyrendur missa gjarnan þráðinn og athyglin dofnar.Hæfilegur leshraði af blaði fyrir útvarp eða þegar texti er lesinn upp á fundi eða ráðstefnu er 110–120 orð á mínútu sagði mér reyndur magnaravörður hjá Ríkisútvarpinu fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég las inn minn fyrsta þátt í röðinni Íslenskt mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

12.1.2011

Spyrjandi

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2011. Sótt 27. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=57885.

Guðrún Kvaran. (2011, 12. janúar). Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57885

Guðrún Kvaran. „Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2011. Vefsíða. 27. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57885>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Snædís H. Björnsdóttir

1973

Snædís H. Björnsdóttir er lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum.