Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Já einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast afkvæmi saman. Skilgreiningin á tegund er á þá leið að hún sé mengi þeirra einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi. Það þýðir að til þess að einstaklingar teljist til sömu tegundar verða þeir að geta eignast afkvæmi saman sem getur svo sjálft eignast afkvæmi seinna meir. Þetta þýðir hins vegar ekki að einstaklingar af ólíkum tegundum geti ekki eignast afkvæmi saman, en ef þau afkvæmi eru á annað borð lífvænleg eru þau þó venjulega ófrjó.
Eins og gefur að skilja geta þó ekki hvaða tegundir sem er eignast afkvæmi saman, en flestum er það líffræðilega ómögulegt. Tegundir verða að vera talsvert skyldar til að geta æxlast saman og átt lífvænleg afkvæmi. Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? segir:
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og því skapast hálfgerð æxlunarleg blindgata með þessum tilraunum.
Nánar er fjallað um tegundablöndun í ofangreindu svari Jóns Más Halldórssonar, en einnig má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju eru til svona margar dýrategundir?
Frekari fróðleik má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.
MBS. „Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5789.
MBS. (2006, 5. apríl). Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5789
MBS. „Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5789>.