Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?

JGÞ

Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðast vera ríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum. Enda er það svo að skalli er miklu algengari hjá körlunum eins og við vitum.

Til er lyfjameðferð við skalla sem fjallað er um í yfirlitsgrein á vefsetrinu Doktor.is. Þar kemur fram að meðferðin geti aukið hárvöxt hjá um 25% þeirra sem nota hana en til þess að hún skili árangri mega helst ekki hafa liðið nema fimm ár síðan skallamyndun hófst auk þess sem meðferðin virðist ekki henta þeim sem eru orðnir þrítugir eða eldri. Einnig er hægt að fara í hárlýtaaðgerð eins og fram kemur í greininni á Doktor.is.

Þeir sem eru feimnir við skallann á sér geta einnig fengið sér hárkollu og sumir beita því ráði að láta það hár sem enn vex síkka og greiða þá yfir skallann. Svo eru enn aðrir sem raka einfaldlega allt hár af höfðinu þegar hárið tekur að þynnast.

Um skalla er hægt að lesa frekar á Vísindavefnum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.4.2006

Spyrjandi

Auður Sigurðardóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5790.

JGÞ. (2006, 5. apríl). Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5790

JGÞ. „Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5790>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?
Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðast vera ríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum. Enda er það svo að skalli er miklu algengari hjá körlunum eins og við vitum.

Til er lyfjameðferð við skalla sem fjallað er um í yfirlitsgrein á vefsetrinu Doktor.is. Þar kemur fram að meðferðin geti aukið hárvöxt hjá um 25% þeirra sem nota hana en til þess að hún skili árangri mega helst ekki hafa liðið nema fimm ár síðan skallamyndun hófst auk þess sem meðferðin virðist ekki henta þeim sem eru orðnir þrítugir eða eldri. Einnig er hægt að fara í hárlýtaaðgerð eins og fram kemur í greininni á Doktor.is.

Þeir sem eru feimnir við skallann á sér geta einnig fengið sér hárkollu og sumir beita því ráði að láta það hár sem enn vex síkka og greiða þá yfir skallann. Svo eru enn aðrir sem raka einfaldlega allt hár af höfðinu þegar hárið tekur að þynnast.

Um skalla er hægt að lesa frekar á Vísindavefnum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....