Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?

ÞV

Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamyrkvar (penumbral eclipse). Lesanda er bent á að hafa töfluna á skjánum við hliðina á svarinu þegar hann les það.

Þegar allar tegundir myrkva eru taldar með þessum hætti sjáum við að sólmyrkvar verða nokkurn veginn reglulega á 4-6 mánaða fresti og tunglmyrkvar jafnoft. Sólmyrkvar verða þegar tungl er nýtt en tunglmyrkvar þegar það er fullt. Almyrkvi felst í því að sól eða tungl myrkvast algerlega en í hringmyrkva á sól nær tunglið ekki alveg að byrgja fyrir sólina frá okkur séð og við sjáum því hringlaga rönd við jaðar sólarinnar. Í deildarmyrkva myrkvast aðeins hluti hnattarins en í hálfskuggamyrkva á tungli gengur það inn í hálfskugga jarðar þannig að hún skyggir á hluta sólar, séð frá tungli, og birta tunglsins dofnar þess vegna.


Sólmyrkvi, séður frá Pacos de Brandao, Portúgal.

Því er við að bæta að tiltekinn almyrkvi á sól sést aðeins frá litlu svæði á jörðinni þannig að menn sem eru alltaf á sama stað sjá kannski ekki nema einn sólmyrkva á ævinni. Almyrkvar á tungli sjást hins vegar frá ríflega helmingi jarðar þannig að við sjáum að meðaltali rúmlega annan hvern myrkva af þeirri gerð.

Mörg vefsetur á Veraldarvefnum gefa miklar upplýsingar um myrkva, þar á meðal til dæmis Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA. Hægt er fá yfirsýn um þessar upplýsingar með því að setja efnisorðin 'eclipse', 'solar eclipse' eða 'lunar eclipse' inn í leitarvél á borð við Google.com.

Einnig getur lesandinn smellt á efnisorðin hér fyrir neðan til að sjá fleiri svör á Vísindavefnum um þessi merkilegu fyrirbæri.

Mynd: Image:Solar Eclipse Oct05.jpg. Wikimedia Commons. Myndina tók Paula Santos. Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.4.2006

Spyrjandi

Kristín Magnúsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5795.

ÞV. (2006, 5. apríl). Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5795

ÞV. „Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5795>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?
Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamyrkvar (penumbral eclipse). Lesanda er bent á að hafa töfluna á skjánum við hliðina á svarinu þegar hann les það.

Þegar allar tegundir myrkva eru taldar með þessum hætti sjáum við að sólmyrkvar verða nokkurn veginn reglulega á 4-6 mánaða fresti og tunglmyrkvar jafnoft. Sólmyrkvar verða þegar tungl er nýtt en tunglmyrkvar þegar það er fullt. Almyrkvi felst í því að sól eða tungl myrkvast algerlega en í hringmyrkva á sól nær tunglið ekki alveg að byrgja fyrir sólina frá okkur séð og við sjáum því hringlaga rönd við jaðar sólarinnar. Í deildarmyrkva myrkvast aðeins hluti hnattarins en í hálfskuggamyrkva á tungli gengur það inn í hálfskugga jarðar þannig að hún skyggir á hluta sólar, séð frá tungli, og birta tunglsins dofnar þess vegna.


Sólmyrkvi, séður frá Pacos de Brandao, Portúgal.

Því er við að bæta að tiltekinn almyrkvi á sól sést aðeins frá litlu svæði á jörðinni þannig að menn sem eru alltaf á sama stað sjá kannski ekki nema einn sólmyrkva á ævinni. Almyrkvar á tungli sjást hins vegar frá ríflega helmingi jarðar þannig að við sjáum að meðaltali rúmlega annan hvern myrkva af þeirri gerð.

Mörg vefsetur á Veraldarvefnum gefa miklar upplýsingar um myrkva, þar á meðal til dæmis Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA. Hægt er fá yfirsýn um þessar upplýsingar með því að setja efnisorðin 'eclipse', 'solar eclipse' eða 'lunar eclipse' inn í leitarvél á borð við Google.com.

Einnig getur lesandinn smellt á efnisorðin hér fyrir neðan til að sjá fleiri svör á Vísindavefnum um þessi merkilegu fyrirbæri.

Mynd: Image:Solar Eclipse Oct05.jpg. Wikimedia Commons. Myndina tók Paula Santos. Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0....