Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?

ÞV

Fullyrðingin snýst um þann hóp manna sem drekkur um það bil einn tebolla á dag, án tillits til annarra einkenna þeirra sem í hópnum eru. Tíðni sjúkdómsins, til dæmis fjöldi tilfella á hvert þúsund einstaklinga, er þá önnur en meðaltalið hjá fólki yfirleitt. Líkur einstaklinganna hvers um sig kunna hins vegar að vera mismunandi eftir öðrum atriðum sem kunna að liggja fyrir um þá. Eins er ekki víst að það sé tedrykkjan sjálf sem veldur mismuninum heldur kann hann að stafa af öðrum atriðum sem fylgja tedrykkjunni en mundu samt haldast þó að hún félli niður.


Inngangsorð spyrjanda:
Stundum heyrir maður í útvarpinu allskonar líkur, það er að þeim sem drekka einn tebolla á dag sé síður hætt við að fá hjartaáfall, eða eitthvað þvíumlíkt. Er þá beinlínis hægt að túlka það þannig, ef ég fæ mér einn tebolla á dag, að þá séu minni líkur, eða er tekið tillit til þátta eins og að ef til vill séu þeir sem fái sér einn tebolla á dag meiri reglumenn heldur en þeir sem geri það bara stundum eða ekki?
Svarið við þessu er skylt svari Magnúsar Jóhannssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni

Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?
og er vísað á það til hliðsjónar.

Í félagsvísindalegum eða heilbrigðisfræðilegum rannsóknum er yfirleitt nauðsynlegt að leggja til grundvallar tiltekin einkenni eða atriði, eins og tedrykkjuna í þessu dæmi, án þess að kanna sérstaklega tengsl þeirra við enn önnur atriði; einhvers staðar verður að byrja! Hins vegar getur einmitt vel verið, eins og spyrjandi bendir á í inngangi sínum, að einkennið sem valið er til grundvallar sem breyta í rannsókninni sé tengt öðrum hlutum sem kunna að liggja nærri ef að er gáð. Á þetta reynir til dæmis þegar farið er að spyrja um orsakir og er til dæmis vel þekkt í vísindum að fylgnisamband milli tveggja breytistærða þarf ekki að þýða að um orsakasamband sé að ræða.

Hitt er líka áhugavert og tengist líkindafræðinni og eðli hennar, að mat á heildarlíkindum fer eftir heildarvitneskju okkar, til dæmis um einstaklingana í þessu tilviki. Þegar talað er um tilteknar líkur á því að eitthvað sérstakt hendi þá sem drekka einn tebolla á dag er miðað við að ekkert annað sé vitað um þá. Raunverulegar líkur hvers einstaklings breytast hins vegar eftir annarri vitneskju sem kann að liggja fyrir um hann, til dæmis um heilsufar og lífshætti. Þetta kemur glöggt fram í fyrrgreindu svari um reykingar, þar sem ljóst er að lífshættir reykingamanna að öðru leyti geta skipt sköpum um ævilengd þeirra og heilsu.

Við erum ekki kunnugir heilbrigðisfræðilegum umræðum um tedrykkju í þeim brautum sem hér er lýst. Hins vegar hefur talsvert verið rætt á þennan hátt á síðustu áratugum um neyslu áfengra drykkja og áhrif hennar á heilsu og langlífi. Þar hefur komið í ljós í mörgum rannsóknum að þeir sem drekka kringum eitt glas af áfengi að meðaltali á dag hafi lengri meðalævi og búi við betri heilsu en aðrir. Þetta gildir ekki síst ef áfengið er rauðvín. Ef menn drekka hins vegar til muna meira en þetta snýst dæmið við eins og margir þekkja; meðalævi styttist og heilsa versnar. Meðalævi er líka styttri og heilsa lakari hjá þeim sem neyta alls ekki áfengis, þó að það kunni að koma mörgum á óvart.

Í túlkun þessara rannsókna hefur einmitt verið bent á, svipað og spyrjandi gerir um tedrykkjuna, að ekki er víst að áfengisneyslan sé í raun og veru sú breyta sem máli skiptir í þessu dæmi. Þannig geti verið að þeir sem hafa slíkt hóf á neyslu sinni hafi einnig ýmsa aðra eiginleika sem stuðla að langlífi og góðri heilsu. Því þurfi til dæmis ekki að vera að þeir séu að lengja lífið og bæta heilsuna með því að drekka þetta áfengi, heldur muni þeir verða langlífir og heilsugóðir hvort sem er. Þannig getum við enn haldið áfram að spyrja eins og í flestum vísindum!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.6.2000

Spyrjandi

Hreinn Ágústsson

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2000, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=580.

ÞV. (2000, 28. júní). Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=580

ÞV. „Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2000. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=580>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?
Fullyrðingin snýst um þann hóp manna sem drekkur um það bil einn tebolla á dag, án tillits til annarra einkenna þeirra sem í hópnum eru. Tíðni sjúkdómsins, til dæmis fjöldi tilfella á hvert þúsund einstaklinga, er þá önnur en meðaltalið hjá fólki yfirleitt. Líkur einstaklinganna hvers um sig kunna hins vegar að vera mismunandi eftir öðrum atriðum sem kunna að liggja fyrir um þá. Eins er ekki víst að það sé tedrykkjan sjálf sem veldur mismuninum heldur kann hann að stafa af öðrum atriðum sem fylgja tedrykkjunni en mundu samt haldast þó að hún félli niður.


Inngangsorð spyrjanda:
Stundum heyrir maður í útvarpinu allskonar líkur, það er að þeim sem drekka einn tebolla á dag sé síður hætt við að fá hjartaáfall, eða eitthvað þvíumlíkt. Er þá beinlínis hægt að túlka það þannig, ef ég fæ mér einn tebolla á dag, að þá séu minni líkur, eða er tekið tillit til þátta eins og að ef til vill séu þeir sem fái sér einn tebolla á dag meiri reglumenn heldur en þeir sem geri það bara stundum eða ekki?
Svarið við þessu er skylt svari Magnúsar Jóhannssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni

Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?
og er vísað á það til hliðsjónar.

Í félagsvísindalegum eða heilbrigðisfræðilegum rannsóknum er yfirleitt nauðsynlegt að leggja til grundvallar tiltekin einkenni eða atriði, eins og tedrykkjuna í þessu dæmi, án þess að kanna sérstaklega tengsl þeirra við enn önnur atriði; einhvers staðar verður að byrja! Hins vegar getur einmitt vel verið, eins og spyrjandi bendir á í inngangi sínum, að einkennið sem valið er til grundvallar sem breyta í rannsókninni sé tengt öðrum hlutum sem kunna að liggja nærri ef að er gáð. Á þetta reynir til dæmis þegar farið er að spyrja um orsakir og er til dæmis vel þekkt í vísindum að fylgnisamband milli tveggja breytistærða þarf ekki að þýða að um orsakasamband sé að ræða.

Hitt er líka áhugavert og tengist líkindafræðinni og eðli hennar, að mat á heildarlíkindum fer eftir heildarvitneskju okkar, til dæmis um einstaklingana í þessu tilviki. Þegar talað er um tilteknar líkur á því að eitthvað sérstakt hendi þá sem drekka einn tebolla á dag er miðað við að ekkert annað sé vitað um þá. Raunverulegar líkur hvers einstaklings breytast hins vegar eftir annarri vitneskju sem kann að liggja fyrir um hann, til dæmis um heilsufar og lífshætti. Þetta kemur glöggt fram í fyrrgreindu svari um reykingar, þar sem ljóst er að lífshættir reykingamanna að öðru leyti geta skipt sköpum um ævilengd þeirra og heilsu.

Við erum ekki kunnugir heilbrigðisfræðilegum umræðum um tedrykkju í þeim brautum sem hér er lýst. Hins vegar hefur talsvert verið rætt á þennan hátt á síðustu áratugum um neyslu áfengra drykkja og áhrif hennar á heilsu og langlífi. Þar hefur komið í ljós í mörgum rannsóknum að þeir sem drekka kringum eitt glas af áfengi að meðaltali á dag hafi lengri meðalævi og búi við betri heilsu en aðrir. Þetta gildir ekki síst ef áfengið er rauðvín. Ef menn drekka hins vegar til muna meira en þetta snýst dæmið við eins og margir þekkja; meðalævi styttist og heilsa versnar. Meðalævi er líka styttri og heilsa lakari hjá þeim sem neyta alls ekki áfengis, þó að það kunni að koma mörgum á óvart.

Í túlkun þessara rannsókna hefur einmitt verið bent á, svipað og spyrjandi gerir um tedrykkjuna, að ekki er víst að áfengisneyslan sé í raun og veru sú breyta sem máli skiptir í þessu dæmi. Þannig geti verið að þeir sem hafa slíkt hóf á neyslu sinni hafi einnig ýmsa aðra eiginleika sem stuðla að langlífi og góðri heilsu. Því þurfi til dæmis ekki að vera að þeir séu að lengja lífið og bæta heilsuna með því að drekka þetta áfengi, heldur muni þeir verða langlífir og heilsugóðir hvort sem er. Þannig getum við enn haldið áfram að spyrja eins og í flestum vísindum!...