Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis:
  • pabbi minn
  • mamma mín
  • heimilið mitt
  • sokkurinn minn

Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mamma eiga ef þau skulda ekki of mikið í því, -- og svo getur líka verið að við höfum það bara á leigu. Við notum þetta eignarfornafn líka um persónur sem enginn á nema þær sjálfar. Við eigum ekki pabba en köllum hann samt pabba minn og mamma á okkur ekki þó hún hafi eignast okkur.

Svo notum við þetta eignarfornafn líka um þá sem við þekkjum eða eru tengdir okkur. Þannig er það eðlileg málvenja að Sigurjón segi við vin sinn
  • heyrðu Árni minn, viltu ná í sápuna þarna
þó svo hann eigi ekki Árna. Stundum getum við þó notað eignarfornafnið minn um þá sem við höfum aldrei hitt áður, þá erum við að reyna að vera kumpánleg. Maður sem gengur inn í strætóskýli gæti til dæmis sagt við þann sem er þar fyrir:
  • Heyrðu lagsmaður minn, er vagn númer sex nokkuð farinn?
Algengara er þó að við notum eignarfornafnið minn um þá sem standa okkur nærri. Góðum kennara finnst væntanlega að hann eigi eitthvað í nemendum sínum og þess vegna eðlilegt að hann kalli þá 'Snorri minn' eða 'Palli minn'.

Svo er vert að minnast á eina notkun enn á eignarfornafninu minn. Lítil börn sem eru að leika sér nefna oft leikpersónuna minn, "nú á minn að gera". Minn verður þá eins konar tilbúið leiksjálf.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Snorri Björnsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5800.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2006, 6. apríl). Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5800

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?
Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis:

  • pabbi minn
  • mamma mín
  • heimilið mitt
  • sokkurinn minn

Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mamma eiga ef þau skulda ekki of mikið í því, -- og svo getur líka verið að við höfum það bara á leigu. Við notum þetta eignarfornafn líka um persónur sem enginn á nema þær sjálfar. Við eigum ekki pabba en köllum hann samt pabba minn og mamma á okkur ekki þó hún hafi eignast okkur.

Svo notum við þetta eignarfornafn líka um þá sem við þekkjum eða eru tengdir okkur. Þannig er það eðlileg málvenja að Sigurjón segi við vin sinn
  • heyrðu Árni minn, viltu ná í sápuna þarna
þó svo hann eigi ekki Árna. Stundum getum við þó notað eignarfornafnið minn um þá sem við höfum aldrei hitt áður, þá erum við að reyna að vera kumpánleg. Maður sem gengur inn í strætóskýli gæti til dæmis sagt við þann sem er þar fyrir:
  • Heyrðu lagsmaður minn, er vagn númer sex nokkuð farinn?
Algengara er þó að við notum eignarfornafnið minn um þá sem standa okkur nærri. Góðum kennara finnst væntanlega að hann eigi eitthvað í nemendum sínum og þess vegna eðlilegt að hann kalli þá 'Snorri minn' eða 'Palli minn'.

Svo er vert að minnast á eina notkun enn á eignarfornafninu minn. Lítil börn sem eru að leika sér nefna oft leikpersónuna minn, "nú á minn að gera". Minn verður þá eins konar tilbúið leiksjálf....