Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er himinninn blár?

HMS og ÞV

Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig.


Ljósið frá sólinni er hvítt og inniheldur því allar bylgjulengdir eða liti, til dæmis bæði rautt og blátt. Þegar hvíta ljósið berst inn í lofthjúp jarðar dreifist bláa ljósið meira en annað ljós í því, til dæmis rautt. Þessi ljósdreifing veldur því að meira af bláu ljósi berst augum okkar þegar við horfum upp í himinninn, sem aftur hefur þau áhrif að okkur finnst himinninn vera blár.

Sama ástæða er til þess að „fjarlægðin gerir fjöllin blá“. Þegar við horfum á fjall sem er til dæmis meira en 10 km í burtu, þá erum við að horfa gegnum þykkt lag af lofti. Þetta loftlag dreifir líka bláa ljósinu frá sólinni, alveg eins og þegar við horfum til himins, og hluti af dreifða ljósinu berst inn í augu okkar. Þannig eru það í rauninni ekki fjöllin sem eru blá heldur loftið milli okkar og þeirra. Fjöllin verða jafnvel ennþá blárri þegar veður er skýjað því að þá skín eingöngu blátt ljós á þau og lýsir þau upp.

Þegar sólin er að koma upp eða setjast og við horfum í átt til hennar, þá hefur ljósið frá henni farið enn lengri leið en venjulega gegnum lofthjúpinn af því að það fellur mjög á ská. Ljósið tapar því enn meiru af bláu en venjulega og verður því enn rauðara en yfir hádaginn. Skýringin á morgunroða og kvöldroða er því hin sama og á himinblámanum.

Nánari útskýringu má lesa í ítarlegu svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár?

Mynd: Customize.ru.

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Kristín Magnúsdóttir, f. 1994

Tilvísun

HMS og ÞV. „Hvers vegna er himinninn blár?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5806.

HMS og ÞV. (2006, 6. apríl). Hvers vegna er himinninn blár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5806

HMS og ÞV. „Hvers vegna er himinninn blár?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5806>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig.


Ljósið frá sólinni er hvítt og inniheldur því allar bylgjulengdir eða liti, til dæmis bæði rautt og blátt. Þegar hvíta ljósið berst inn í lofthjúp jarðar dreifist bláa ljósið meira en annað ljós í því, til dæmis rautt. Þessi ljósdreifing veldur því að meira af bláu ljósi berst augum okkar þegar við horfum upp í himinninn, sem aftur hefur þau áhrif að okkur finnst himinninn vera blár.

Sama ástæða er til þess að „fjarlægðin gerir fjöllin blá“. Þegar við horfum á fjall sem er til dæmis meira en 10 km í burtu, þá erum við að horfa gegnum þykkt lag af lofti. Þetta loftlag dreifir líka bláa ljósinu frá sólinni, alveg eins og þegar við horfum til himins, og hluti af dreifða ljósinu berst inn í augu okkar. Þannig eru það í rauninni ekki fjöllin sem eru blá heldur loftið milli okkar og þeirra. Fjöllin verða jafnvel ennþá blárri þegar veður er skýjað því að þá skín eingöngu blátt ljós á þau og lýsir þau upp.

Þegar sólin er að koma upp eða setjast og við horfum í átt til hennar, þá hefur ljósið frá henni farið enn lengri leið en venjulega gegnum lofthjúpinn af því að það fellur mjög á ská. Ljósið tapar því enn meiru af bláu en venjulega og verður því enn rauðara en yfir hádaginn. Skýringin á morgunroða og kvöldroða er því hin sama og á himinblámanum.

Nánari útskýringu má lesa í ítarlegu svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár?

Mynd: Customize.ru....