Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr fyrsta árgangi ritsins Ármann á Alþingi frá 1829. Þar stendur (bls. 85):
mér kynni þá líka ad liggja á einum og ødrum búsáhøldum (ef eg þá færi ad búa).

Þótt orðið þekkist þegar á fyrri hluta 19. aldar kemst það tiltölulega seint inn í orðabækur. Það er til dæmis ekki að finna í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924) en er fletta í viðbæti við þá bók frá 1963 og skýringin ‛husgeråd, køkkentøj’. Þar eru einnig samsetningarnar búsáhaldabúð, búsáhaldadeild og búsáhaldaglamur. Í fyrstu tveimur útgáfum Íslenskrar orðabókar (1963 og 1983) er orðið ekki fletta en í þriðju útgáfu frá 2002 er það með og skýringin sögð ‛hlutur sem notaður er við matreiðslu eða framleiðslu matar’ (bls. 191).



Orðið búsáhöld er ekki gamalt í íslenskum orðabókum.

Af dæmum í Ritmálssafni Orðabókarinnar má sjá að orðið hefur áður fyrr einnig verið notað í víðari merkingu en þeirri sem fram kemur í Íslenskri orðabók. Undir flettunni búsáhaldasýning er þetta dæmi úr bókinni Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi (1975:45):
Það er ekki fyrr en Halldór á Hvanneyri sýnir á búsáhaldasýningu 1921 heyhnífa, sem litu út sem ristuspaðar með beinum fal og fótstigi, sem heyhnífar breiðast út.

Flestir nota nú orðið búsáhöld í sömu eða svipaðri merkingu og eldhúsáhöld, það er um potta og pönnur, sleifar og hnífa og fleira af því tagi til daglegra nota í eldhúsi.

Mynd: Buffalo Export. Sótt 23. 12. 2010.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.12.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2010, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58072.

Guðrún Kvaran. (2010, 27. desember). Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58072

Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2010. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?
Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr fyrsta árgangi ritsins Ármann á Alþingi frá 1829. Þar stendur (bls. 85):

mér kynni þá líka ad liggja á einum og ødrum búsáhøldum (ef eg þá færi ad búa).

Þótt orðið þekkist þegar á fyrri hluta 19. aldar kemst það tiltölulega seint inn í orðabækur. Það er til dæmis ekki að finna í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924) en er fletta í viðbæti við þá bók frá 1963 og skýringin ‛husgeråd, køkkentøj’. Þar eru einnig samsetningarnar búsáhaldabúð, búsáhaldadeild og búsáhaldaglamur. Í fyrstu tveimur útgáfum Íslenskrar orðabókar (1963 og 1983) er orðið ekki fletta en í þriðju útgáfu frá 2002 er það með og skýringin sögð ‛hlutur sem notaður er við matreiðslu eða framleiðslu matar’ (bls. 191).



Orðið búsáhöld er ekki gamalt í íslenskum orðabókum.

Af dæmum í Ritmálssafni Orðabókarinnar má sjá að orðið hefur áður fyrr einnig verið notað í víðari merkingu en þeirri sem fram kemur í Íslenskri orðabók. Undir flettunni búsáhaldasýning er þetta dæmi úr bókinni Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi (1975:45):
Það er ekki fyrr en Halldór á Hvanneyri sýnir á búsáhaldasýningu 1921 heyhnífa, sem litu út sem ristuspaðar með beinum fal og fótstigi, sem heyhnífar breiðast út.

Flestir nota nú orðið búsáhöld í sömu eða svipaðri merkingu og eldhúsáhöld, það er um potta og pönnur, sleifar og hnífa og fleira af því tagi til daglegra nota í eldhúsi.

Mynd: Buffalo Export. Sótt 23. 12. 2010.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi....