Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?

Gyða Margrét Pétursdóttir

bell hooks, skírð Gloria Jean Watkins, tók nafn ömmu sinnar í virðingarskyni við hana og móður sína og einnig sem svar við nýrri femínískri sjálfsmynd. Nafnið skrifar hooks með litlum stöfum af því að hún telur meiru skipta hvað hún skrifar en hver hún sé1.

hooks er fædd árið 1952 og starfar sem prófessor við Berea-háskóla í Kentucky-fylki þar sem hún ólst upp, nánar tiltekið í Appalachia-fjöllunum í umhverfi sem hafði mikil áhrif á sjálfsmynd hennar og mótun2. hooks hefur starfað við Yale-háskóla og The City College of New York. Hún er með doktorsgráðu í enskum bókmenntum en er þekktust fyrir menningar- og samfélagsrýni sína.

hooks hefur skrifað fjölda bóka sem flestar fjalla um líf svartra í Bandaríkjunum út frá femínísku sjónarhorni. Fyrsta bók hooks Ain't I a Woman: Black Women and Feminism fjallar um tengsl kynjamisréttis og kynþáttahyggju. hooks segir að kvennahreyfingunni hafi ekki tekist að greina á gagnrýnin hátt reynslu svartra kvenna. Bók hennar er framlag í þá veru3. Markmið hennar er að gera femínisma aðgengilegan sem flestum, því hver hefur not af kenningu sem er læst í fílabeinsturni fræðanna? Um þetta skrifar hooks meðal annars grein í Ms. tímaritið sem ber heitið: „Out of the academy and into the streets.“ Í greininni fjallar hooks um tilgang femínískra kenninga: Að kortleggja reynslu og þjáningar kvenna og líkna. Gæði kenninga verða þannig metin út frá því hvaða áhrif þær hafa á líf kvenna ekki hversu mörg stig viðkomandi fræðimaður fær í stigakerfi akademíunnar4.

Að líkna eða heila hefur verið ákveðið leiðarstef í skrifum hooks. Árið 1993 gaf hún út sjálfshjálparbókina Sisters of the Yam: Black women and self-recovery og uppskar að eigin sögn háðung innan fræðasamfélagsins5. Í formála bókarinnar segir hooks frá því að sala bóka eins og Konur sem elska of mikið hafi sýnt fram á hversu mikið konur langaði að bæta líf sitt en vandinn er að þeim er sagt um leið að staða þeirra sé þeim sjálfum að kenna og þær hafi það í hendi sér að bæta eigið líf6. hooks er ekki sammála þessu. Hún hefur notast við hugtakið kapítalískt feðraveldi byggt á yfirráðum hvítra (e. white supremacist capitalist patriarchy) til að lýsa formgerð samfélagsins. Formgerð sem mótar líf okkar allra og setur okkar skorður, mismiklar eftir staðsetningu okkar og stöðu7. hooks leggur þannig sitt af mörkum að fjalla á fræðilegan og aðgengilegan hátt um samtvinnun svonefndra mismunarbreyta (e. intersectionality).

hooks fjallar í skrifum sínum um femínisma sem umbreytandi afl sem margir hræðist. Hún segir sumir séu tilbúnir að gangast við skaðsemi kynjamisréttis en hiki við að tengjast femínískri hugsun. Ástæðan sé sú að femínísk hugsun krefst breytinga á daglegum háttum sem leiðir fólk í erfiða stöðu í sínu nánasta umhverfi sem byggir á feðraveldi. Hún segir margar konur upplifa tilfinningalegan sársauka, jafnvel þunglyndi, þegar þær geta ekki hagað lífi sínu samkvæmt eigin femínískri sannfæringu. Svar hooks er femínísk (sjálfs-)meðferð sem byggir á því að gangast við eigin reynslu, miðla henni og deila með þeim sem eru í sömu sporum.

Eina leiðin til að öðlast lífsfyllingu eða sjálfsbirtingu (e. self-actualization) að mati hooks er að gangast við eigin aðstæðum og öðlast styrk til að breyta eigin lífi með hjálp annarra, eins og hooks orðar það: „Laskaðar sálir velja sjaldan lausn undan ánauð.“8 Á hún þá við að byltingin hefjist alltaf í sjálfinu – einstaklingurinn er grunneining byltingarinnar og vitnar þar í áhrifavald sinn Toni Cade Bambara9. Umbreyting sjálfsins er því forsenda í baráttu gegn misrétti.

Á YouTube-vefnum er að finna fjölda myndskeiða sem sýna hooks fjalla um kenningar sínar, hér má sjá eitt þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:
  1. Williams, H. (10. febrúar 2006). bell hooks speaks up. The Sandspur, sótt 17.1.2011. Sjá einnig bell hooks á Berea College
  2. hooks, b. (2008). Free spirits: A legacy of wildness. Appalachian Heritage, 36 (3), 37-39.
  3. hooks, b. (1981). Ain´t I a Woman: Black women and feminism. Boston: South End Press.
  4. hooks, b. (1992, júlí). Out of the academy and into the streets. Ms. Magazine, bls. 80-82.
  5. hooks, b. (1995). Feminism: Crying for our souls. Women & Therapy, 17 (1-2), 265-271.
  6. hooks, b. (1993). Sisters of the Yam: Black women and self-recovery. Boston: South End Press.
  7. hooks fjallar um t.d. um hugtakið í bók sinni The Will to Change: Men, masculinity, and love (2004). New York: Atria Books.
  8. hooks, b. (1995). Feminism: Crying for our souls. Women & Therapy, 17 (1-2), 265-271. Bein tilvitnun er á bls. 271 og hljómar á frummálinu: „Damaged spirits rarely choose liberation.“
  9. Sama heimild.

Mynd:

Höfundur

aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ

Útgáfudagur

21.1.2011

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gyða Margrét Pétursdóttir. „Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58153.

Gyða Margrét Pétursdóttir. (2011, 21. janúar). Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58153

Gyða Margrét Pétursdóttir. „Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58153>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?
bell hooks, skírð Gloria Jean Watkins, tók nafn ömmu sinnar í virðingarskyni við hana og móður sína og einnig sem svar við nýrri femínískri sjálfsmynd. Nafnið skrifar hooks með litlum stöfum af því að hún telur meiru skipta hvað hún skrifar en hver hún sé1.

hooks er fædd árið 1952 og starfar sem prófessor við Berea-háskóla í Kentucky-fylki þar sem hún ólst upp, nánar tiltekið í Appalachia-fjöllunum í umhverfi sem hafði mikil áhrif á sjálfsmynd hennar og mótun2. hooks hefur starfað við Yale-háskóla og The City College of New York. Hún er með doktorsgráðu í enskum bókmenntum en er þekktust fyrir menningar- og samfélagsrýni sína.

hooks hefur skrifað fjölda bóka sem flestar fjalla um líf svartra í Bandaríkjunum út frá femínísku sjónarhorni. Fyrsta bók hooks Ain't I a Woman: Black Women and Feminism fjallar um tengsl kynjamisréttis og kynþáttahyggju. hooks segir að kvennahreyfingunni hafi ekki tekist að greina á gagnrýnin hátt reynslu svartra kvenna. Bók hennar er framlag í þá veru3. Markmið hennar er að gera femínisma aðgengilegan sem flestum, því hver hefur not af kenningu sem er læst í fílabeinsturni fræðanna? Um þetta skrifar hooks meðal annars grein í Ms. tímaritið sem ber heitið: „Out of the academy and into the streets.“ Í greininni fjallar hooks um tilgang femínískra kenninga: Að kortleggja reynslu og þjáningar kvenna og líkna. Gæði kenninga verða þannig metin út frá því hvaða áhrif þær hafa á líf kvenna ekki hversu mörg stig viðkomandi fræðimaður fær í stigakerfi akademíunnar4.

Að líkna eða heila hefur verið ákveðið leiðarstef í skrifum hooks. Árið 1993 gaf hún út sjálfshjálparbókina Sisters of the Yam: Black women and self-recovery og uppskar að eigin sögn háðung innan fræðasamfélagsins5. Í formála bókarinnar segir hooks frá því að sala bóka eins og Konur sem elska of mikið hafi sýnt fram á hversu mikið konur langaði að bæta líf sitt en vandinn er að þeim er sagt um leið að staða þeirra sé þeim sjálfum að kenna og þær hafi það í hendi sér að bæta eigið líf6. hooks er ekki sammála þessu. Hún hefur notast við hugtakið kapítalískt feðraveldi byggt á yfirráðum hvítra (e. white supremacist capitalist patriarchy) til að lýsa formgerð samfélagsins. Formgerð sem mótar líf okkar allra og setur okkar skorður, mismiklar eftir staðsetningu okkar og stöðu7. hooks leggur þannig sitt af mörkum að fjalla á fræðilegan og aðgengilegan hátt um samtvinnun svonefndra mismunarbreyta (e. intersectionality).

hooks fjallar í skrifum sínum um femínisma sem umbreytandi afl sem margir hræðist. Hún segir sumir séu tilbúnir að gangast við skaðsemi kynjamisréttis en hiki við að tengjast femínískri hugsun. Ástæðan sé sú að femínísk hugsun krefst breytinga á daglegum háttum sem leiðir fólk í erfiða stöðu í sínu nánasta umhverfi sem byggir á feðraveldi. Hún segir margar konur upplifa tilfinningalegan sársauka, jafnvel þunglyndi, þegar þær geta ekki hagað lífi sínu samkvæmt eigin femínískri sannfæringu. Svar hooks er femínísk (sjálfs-)meðferð sem byggir á því að gangast við eigin reynslu, miðla henni og deila með þeim sem eru í sömu sporum.

Eina leiðin til að öðlast lífsfyllingu eða sjálfsbirtingu (e. self-actualization) að mati hooks er að gangast við eigin aðstæðum og öðlast styrk til að breyta eigin lífi með hjálp annarra, eins og hooks orðar það: „Laskaðar sálir velja sjaldan lausn undan ánauð.“8 Á hún þá við að byltingin hefjist alltaf í sjálfinu – einstaklingurinn er grunneining byltingarinnar og vitnar þar í áhrifavald sinn Toni Cade Bambara9. Umbreyting sjálfsins er því forsenda í baráttu gegn misrétti.

Á YouTube-vefnum er að finna fjölda myndskeiða sem sýna hooks fjalla um kenningar sínar, hér má sjá eitt þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:
  1. Williams, H. (10. febrúar 2006). bell hooks speaks up. The Sandspur, sótt 17.1.2011. Sjá einnig bell hooks á Berea College
  2. hooks, b. (2008). Free spirits: A legacy of wildness. Appalachian Heritage, 36 (3), 37-39.
  3. hooks, b. (1981). Ain´t I a Woman: Black women and feminism. Boston: South End Press.
  4. hooks, b. (1992, júlí). Out of the academy and into the streets. Ms. Magazine, bls. 80-82.
  5. hooks, b. (1995). Feminism: Crying for our souls. Women & Therapy, 17 (1-2), 265-271.
  6. hooks, b. (1993). Sisters of the Yam: Black women and self-recovery. Boston: South End Press.
  7. hooks fjallar um t.d. um hugtakið í bók sinni The Will to Change: Men, masculinity, and love (2004). New York: Atria Books.
  8. hooks, b. (1995). Feminism: Crying for our souls. Women & Therapy, 17 (1-2), 265-271. Bein tilvitnun er á bls. 271 og hljómar á frummálinu: „Damaged spirits rarely choose liberation.“
  9. Sama heimild.

Mynd:...