Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?

Jón Már Halldórsson

Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður.

Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:
Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.
Um fuglana í Arkansas er hins vegar það að segja að um áramótin 2010/2011 bárust fregnir af miklum fugladauða beggja megin Atlantshafsála. Í Arkansas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið við og í bænum Beebe, fundust yfir þrjú þúsund hræ spörfugla af tegundinni Agelaius phoeniceus sem kallast á ensku Red-winged blackbird.

Þegar þetta svar er skrifað er ekki ljóst hvað olli dauða spörfuglanna.Dauðir fuglar tíndir upp af götum bæjarins Beebe.

Þar sem atburðurinn varð um áramót hafa margir ályktað að flugeldar hafi orsakað dauða fuglanna. Vilja þeir meina að flugeldasprengingar með tilheyrandi hávaða hafi valdið ofsahræðslu fuglanna, sem á þessum árstíma hópa sig saman á náttstað í grenndinni. Fuglafræðingur nokkur í Arkansas dró þá ályktun að fuglarnir hafi flúið frá náttstaðnum og flogið lágt þar sem truflunin hafi komið að ofan. Þar sem þessir fuglar hafi mjög slaka nætursjón hafi þeir síðan flogið á ýmsar fyrirstöður svo sem umferðarmerki, hús, bíla, tré og fleira sem fyrir þeim varð.

Ýmsir fuglafræðingar telja þessa skýringu ekki fullnægjandi þar sem flugeldar hafi verið sprengdir á þessum slóðum, líkt og víða annars staðar á hverju ári, án þess að það hafi þessar afleiðingar. Slíkur fjöldadauði eftir áramót hér á landi er til dæmis óþekktur þrátt fyrir að Íslendingar þyki með sprengjuglaðari mönnum um áramót.

Sumir sérfræðingar telja líklega skýringu vera eitrun en fuglarnir hópast saman í æti á þessum tíma árs. Þá má vera að þeir hafi komist í eitraða fæðu, líklegast af mannavöldum. Þó hefur verið bent á að kettir og hundar hafi étið sömu hræ og ekki orðið meint af.

Aðrir hafa bent á sýkingar eða eldingar en slíkt er ólíklegt. Ef um sýkingu væri að ræða hefðu fuglarnir drepist á stærra svæði. Að elding hafi orðið fuglunum að fjörtjóni stenst tæplega þar sem hræin eru býsna heilleg. Enn ein skýringin sem heyrst hefur er hvirfilvindur, en einn slíkur gekk yfir Arkansas og nærliggjandi ríki rúmum sólarhring áður og olli dauða sjö manna.

Hér verður vart úr því skorið hvað varð fuglunum að bana því þegar þetta er ritað hafa ekki borist niðurstöður úr krufningu dýralækna sem fengnir voru til að greina dauða fuglanna.

Fjöldadauði fugla er langt frá því að vera óþekkt fyrirbrigði. Hér við land rak þúsundir dauðra svartfugla fyrir fáeinum árum. Fuglarnir báru þess merki að hafa soltið í hel enda var líkamsþyngd þeirra allt að 50% af því sem þekkist í eðlilegu árferði. Í Svíþjóð varð fjöldadauði hjá krákum nú í upphafi árs en krufning dýralækna hefur leitt í ljós að fuglarnir höfðu mikla innvortis áverka og bendir margt til að þeir hafi orðið fyrir bíl. Kemur það heim og saman við frásögn vörubílstjóra sem keyrði inn í fuglahóp á þeim stað þar sem dauðu fuglarnir fundust.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.1.2011

Spyrjandi

Katrín Silja og Lilja Vigdís, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2011, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58154.

Jón Már Halldórsson. (2011, 7. janúar). Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58154

Jón Már Halldórsson. „Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2011. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58154>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?
Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður.

Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:
Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.
Um fuglana í Arkansas er hins vegar það að segja að um áramótin 2010/2011 bárust fregnir af miklum fugladauða beggja megin Atlantshafsála. Í Arkansas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið við og í bænum Beebe, fundust yfir þrjú þúsund hræ spörfugla af tegundinni Agelaius phoeniceus sem kallast á ensku Red-winged blackbird.

Þegar þetta svar er skrifað er ekki ljóst hvað olli dauða spörfuglanna.Dauðir fuglar tíndir upp af götum bæjarins Beebe.

Þar sem atburðurinn varð um áramót hafa margir ályktað að flugeldar hafi orsakað dauða fuglanna. Vilja þeir meina að flugeldasprengingar með tilheyrandi hávaða hafi valdið ofsahræðslu fuglanna, sem á þessum árstíma hópa sig saman á náttstað í grenndinni. Fuglafræðingur nokkur í Arkansas dró þá ályktun að fuglarnir hafi flúið frá náttstaðnum og flogið lágt þar sem truflunin hafi komið að ofan. Þar sem þessir fuglar hafi mjög slaka nætursjón hafi þeir síðan flogið á ýmsar fyrirstöður svo sem umferðarmerki, hús, bíla, tré og fleira sem fyrir þeim varð.

Ýmsir fuglafræðingar telja þessa skýringu ekki fullnægjandi þar sem flugeldar hafi verið sprengdir á þessum slóðum, líkt og víða annars staðar á hverju ári, án þess að það hafi þessar afleiðingar. Slíkur fjöldadauði eftir áramót hér á landi er til dæmis óþekktur þrátt fyrir að Íslendingar þyki með sprengjuglaðari mönnum um áramót.

Sumir sérfræðingar telja líklega skýringu vera eitrun en fuglarnir hópast saman í æti á þessum tíma árs. Þá má vera að þeir hafi komist í eitraða fæðu, líklegast af mannavöldum. Þó hefur verið bent á að kettir og hundar hafi étið sömu hræ og ekki orðið meint af.

Aðrir hafa bent á sýkingar eða eldingar en slíkt er ólíklegt. Ef um sýkingu væri að ræða hefðu fuglarnir drepist á stærra svæði. Að elding hafi orðið fuglunum að fjörtjóni stenst tæplega þar sem hræin eru býsna heilleg. Enn ein skýringin sem heyrst hefur er hvirfilvindur, en einn slíkur gekk yfir Arkansas og nærliggjandi ríki rúmum sólarhring áður og olli dauða sjö manna.

Hér verður vart úr því skorið hvað varð fuglunum að bana því þegar þetta er ritað hafa ekki borist niðurstöður úr krufningu dýralækna sem fengnir voru til að greina dauða fuglanna.

Fjöldadauði fugla er langt frá því að vera óþekkt fyrirbrigði. Hér við land rak þúsundir dauðra svartfugla fyrir fáeinum árum. Fuglarnir báru þess merki að hafa soltið í hel enda var líkamsþyngd þeirra allt að 50% af því sem þekkist í eðlilegu árferði. Í Svíþjóð varð fjöldadauði hjá krákum nú í upphafi árs en krufning dýralækna hefur leitt í ljós að fuglarnir höfðu mikla innvortis áverka og bendir margt til að þeir hafi orðið fyrir bíl. Kemur það heim og saman við frásögn vörubílstjóra sem keyrði inn í fuglahóp á þeim stað þar sem dauðu fuglarnir fundust.

Mynd:...